Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 76
sagði hann þá, „að þar hefðu verið ýmsir dagdómar sem
áttu að gleymast“. Þegar frá leið sá hann þó eftir því að hafa
tortímt bókinni, kvaðst hafa átt að gera afrit þess sem mátti
varðveitast, en sleppa hinu. Heirna á Skriðulandi samdi Kol-
beinn handa Sögufélagi Skagfirðinga Örnefni í Drangey og
Þátt Kambsbrœðra, ennfremur hlut sinn í 3. hefti Jarða- og
búendatals í Skagafjarðarsýslu 1781-1953. A Akureyri skrif-
aði hann handa félaginu Þátt Benedikts Vigfússonar prófasts,
þótt hann hefði þá lítið tóm til ritstarfa. Þar varð einnig til
ritgerð um Jón Sveinsson (Nonna), Pater Jón eins og Kol-
beini var tamt að taka til orða.
Líklega hefur Kolbeinn verið iðnastur við skriftir eftir að
hann settist að í Reykjavík. Að nokkru má þakka það stofn-
un Skagfirðingabókar 1966. Eg byrjaði fljótlega að róa í
honum með að láta ritið hafa eitthvað til birtingar, og hann
tók því ljúfmannlega eins og hans var von og vísa; sagðist í
fyrsta lagi hafa hjá sér ýmsa aðdrætti til þáttar um Jón Bene-
diktsson á Hólum, og var auðheyrt að hann vildi eða jafnvel
taldi sér skylt að ljúka honum - sem eðlilegu framhaldi þátt-
arins um föður Jóns, séra Benedikt. Kannski hefði samt
aldrei af því orðið nema fyrir hvatningu, því honum fannst
hann orðinn gamall til slíkra verka. En þátturinn kom frá
hendi hans, góðu heilli, og annar til sem Kolbeini fannst að
hann þyrfti að skrifa, nefnilega um Björn ríka Illugason;
sagðist kunna ýmis munnmæli um hann, sem eins gott væri
að færu ekki með sér í gröfina. Þar að auki bað ég hann að
skrifa í Skagfirðingabók um Þorkel stiftprófast Olafsson,
sem hann og gerði. Enn skal nefna að þar birtist frásögn
hans af örlagaríku snjóflóði á Sviðningi í Kolbeinsdal árið
1925. Eg heyrði á Kolbeini, lítillátum manni, að honum
þótti sér hafa tekizt eigi óhönduglega með þá frásögn, því
hann hefði náð í eins glöggar heimildir og völ var á. Samt
sem áður sagði hann að ritgerðin um Pater Jón, sem var
samin að beiðni Zonta-systra á Akureyri, væri „eitt hið
74