Skagfirðingabók - 01.01.1988, Side 78
SKAGFIRÐINGABÓK
skásta“ sem eftir sig lægi. „Hún er ekki fræðileg, heldur það
sem mér hugkvæmdist við lestur bóka hans.“
Ymislegt skrifaði Kolbeinn Kristinsson fleira en þetta um
sína daga. Má þar geta þátta hans í Skagfirzkum æviskrám
I-IV, 1964-72, prýðilegra í alla staði, og leiðarlýsinga um
nokkra fjallvegi á Tröllaskaga norðanverðum. Þær eru
prentaðar í Arbók Ferðafélags íslands 1973. Ég spurði Kol-
bein eitt sinn út í þær bráðsnjöllu greinar, og hann svaraði
af hógværð sinni og hæglæti, að maður sem færi um fjöllin
þar nyrðra og hefði leiðarlýsingarnar með sér, „ætti að geta
komið fyrir sig viti“.
Ekki má gleyma því, þegar talin eru rit Kolbeins, að hann
skrifaði margar greinar um fólk í blöðin, einkum minning-
argreinar, sumar stuttar, en aðrar voru lengri: „tveggja
brúsa greinar“ eins og hann kallaði þær sjálfur. Þannig stóð
á því, að fyrir sunnan (og e.t.v. líka á Akureyri og Sauðár-
króki) vann Kolbeinn helzt að skriftum síðla nætur - og í
eldhúsi til þess að Kristín hefði svefnfrið fyrir honum.
Byggist hann til ritstarfa um nóttina sem í hönd fór, þá
tilkynnti hann henni að kvöldi, hvað hún þyrfti að hafa
mikið kaffi tilbúið, og skipti það ýmist einum hitabrúsa eða
tveimur. Ef hann fann á sér að grein yrði með lengra móti,
sagði hann Stínu sinni að þetta yrði „tveggja brúsa grein“.
Rit Kolbeins Kristinssonar, hin helztu þeirra, yrðu efni í
talsvert væna bók, ef saman kæmu. Og það yrði góð bók.
Engir lamar þar, en því nota ég það orð, að einu sinni þegar
Kolbeinn hafði tilbúinn þátt í Skagfirðingabók, hringdi
hann til mín og spurði: „Heldurðu að þú komir ekki í dag
og hirðir lamana mína?“
7.
Það var einhvern tímann að ég bað Kolbein frá Skriðu-
landi að lýsa fyrir mér dalnum sínum í fáum orðum, veðr-
áttu þar, gróðurfari og svo Kolku gömlu. Hann þuldi mér
76