Skagfirðingabók - 01.01.1988, Side 79
UPPRIFJANIR UM KOLBEIN FRÁ SKRIÐULANDI
m.a. eftirfarandi lýsingu:
Norðanátt er í Kolbeinsdal vanalega kyrr, en austanáttin
er hvöss, mestir vorkuldar í austanátt, verstir næðingar,
hann er svo þolinn á þessu; það stendur strokan, 5-8 vind-
stig á austri, þegar kalt er, ofan eftir dalnum. Suðvestanáttin
er kyrrlát að jafnaði. Af suðri og suðaustri koma stundum
ofsaveður, en af öðrum áttum ekki. Miklu hvassara er þegar
kemur fram fyrir Skriðuland, Bjarnastaðir þóttu veðravíti
og Fjall, þar munar miklu í suðvestan- og vestanátt. En frá
Sviðningi eða Smiðsgerði og fram í Skriðuland eru sjaldgæf
mikil hvassviðri og ofviðri.
Það er kjarnagróður víða í dalnum. Mér finnst fegurst
Sandhlíðin frá Smyrlatungugili fram að Bakkaskriðugili,
hún er sígróin upp fyrir miðjar hlíðar og vafin kjarngresi og
víði, ákjósanlegt sauðland og vorgott. Þangað þurfti ég oft
að sækja ær, ef mig vantaði á kvöldin, þá tóku þær sér stöðu
þarna. Og mér þykir hvergi fegurra að líta yfir dalinn en frá
Unastöðum, yfir Sandhlíðina, hún er töfrandi.
Góð berjalönd eru í Kolbeinsdal, einkanlega í Sviðnings-
hólum eða Hreðuhólum. Þar eru aðalbláber og einiber. Að-
albláber eru ekki víða um sveitir, og mjög oft þroskast einir-
inn ekki svo, að hann nái aldini.
Geipilega mikill vöxtur er oft í Kolku á vorum - hún fer
hamförum og fyssandi og er fljót að vaxa. Vöð á henni eru
stopul. Þótt vað væri á einum stað í dag, gat hún bylt sér og
breytt sér svo í kvöld, að vaðið væri þrotið og finna yrði
nýtt. Þó mátti venjulega fá sæmileg vöð undan Skriðulandi.
Flatara verður þegar kemur út hjá Selhólma, áin lygnari og
brýtur minna. Samt er hún djúp þar og vöð ekki sérstök.
Ég held það hafi verið 1901 fremur en 1900, að Kolka
flæddi yfir allt undirlendi heima, og það varð að sækja vatn
langa vegi í hálfan mánuð út fyrir svonefndan Garðhól, um
tíu mínútna gang, því vatnsbólið, sem er rétt neðan við tún-
ið, var í kafi.
77