Skagfirðingabók - 01.01.1988, Síða 81
UPPRIFJANIR UM KOLBEIN FRÁ SKRIÐULANDI
Skriðuland er nú fremsti byggður bær í Kolbeinsdal,
norðan megin ár. Landrými er þar allmikið og landið
kjarngott. Nær það fram til afréttar Hóla- og Viðvík-
urhrepps, eða á hin fornu merki Bjarnastaða. Upp frá
grónum bökkum Kolbeinsár eru stargresismýrar. Þá
taka við grundir upp að fjallsrótum. Eru grundirnar
víða bornar skriðuföllum úr fjallinu. Fjallið er gróið
grasi, lyngi og víði hið neðra, en uppi við brún eru
typptir hnjúkar, klettum krýndir, hrjúfir og svipmiklir.
Skriðuland var jörð í góðu meðallagi að dýrleika, metin
1861 á 22.8 hundruð á landsvísu. Sigurður Gunnlaugsson,
föðurfaðir Kolbeins, keypti hana 1872 og hóf þar búskap
sama ár. Eftir það gekk jörðin í arf til sonar hans og þar
næst sonarsonar.
Kolbeinn hafði aldrei stórt bú á Skriðulandi, mest fjórar
kýr í fjósi og setti venjulega um hundrað fjár á vetur; átti
ekki stóð, aðeins hesta til heimilisnota. Hann kvaðst enginn
hestamaður verið hafa, átti þó gæðinga, ekki fjörháa, og
tamdi suma sjálfur. Hann hafði mest yndi af fé sínu, og
merka ritgerð birti hann um fjármennsku sína. „Eg þekki
fátt betra en að vera einn með hundi mínum og kindum.
Það er góður félagsskapur“ sagði hann blaðamanni nokkr-
um. Og svipað heyrði ég af vörum hans þegar ég spurði,
hvað honum hefði þótt ánægjulegt öðru fremur við búskap-
arstörfin: „Að fylgja sauðum mínum (svo nefndi Kolbeinn
gjarnan fé sitt allt) og fást við heyskap þegar vel gekk. . .
Gefa kjarnfóður og sjá hornin hlaupa á gemlingum, sjá
framfarir í fóðri, það var óviðjafnanlegt, það var líkt því eins
og að sjá börn sín gangast við.“
Þegar Kolbeinn sleit búskap, seldi hann kýrnar lifandi
sem og ærnar vini sínum, Oskari á Sleitustöðum, allar í einu
lagi. En síðustu hesta sína felldi hann norður á Dalvík og
seldi kaupfélaginu þar, utan einn klár sem hann hélt eftir
79