Skagfirðingabók - 01.01.1988, Side 83
UPPRIFJANIR UM KOLBEIN FRÁ SKRIÐULANDI
Oft bilaði síminn á Heljardalsheiði; venjulega voru það
línuslit, en einnig kom fyrir að snjóflóð brytu staura, og var
þá ekki um annað að gera en tengja símaþræðina í snjónum.
Yfirleitt vann Kolbeinn að viðgerðunum við annan mann,
stundum í verstu ófærð, jafnvel í hreinni tvísýnu. „Eg held
að ég þekki á Heljardalsheiði hvern skorning, hvern fjalls-
hrygg og allt það“ sagði hann.
Línunnar norðan megin á Heljardalsheiði gætti Armann
Sigurðsson á Urðum. Yfir hæstu heiðina var hins vegar
jarðsími, frá Urðavörðu að austan vestur á Prestsbrekku
sem er nokkru vestar en Stóravarða, og fer þá að halla und-
an vestur á bóginn. A því bili var talsímasamband, og bar
Kolbeinn vanalega með sér símtæki og hafði samband við
Akureyri eða Sauðárkrók.
Frá háskalegum viðgerðartúr sagði Kolbeinn mér á þá
leið sem nú greinir:
Það var einu, sinni á seinni árurn mínum á Skriðulandi,
eða nálægt 1945, að ég var staddur uppi á Heljardal í
skammdegi og ófærð. Eg hafði dreng með mér frá Una-
stöðum, son Haralds vinar míns og nágranna. Hann
var milli fermingar og tvítugs. Við héldum fram eftir
um morguninn, og er tekið að skíma þegar við erum
hjá Heljará. Eg stiklaði ána milli steina með drenginn
á hakinu, var í stígvélum og háum sokkum innan und-
ir og komst þurr yfir. Það var þó með takmörkum að
vatnið næði ekki upp fyrir stígvélin. Nú, svo förum við
upp á heiði, og ég man ekkert hvað gerðist á leiðinni.
En þegar við snúum heimleiðis er komið myrkur. Ég
ber piltinn yfir Heljará eins og um morguninn, en
slampast ekki yfir á þurru. Það rennur ofan í stígvélin.
Frostið var 12 stig og minnst hnédjúpur snjór. Þegar ég
ætla að fara úr stígvélunum get ég engu þokað. Snjór
hafði komizt ofan í þau, og þegar hann blotnaði varð
81