Skagfirðingabók - 01.01.1988, Side 84
SKAGFIRÐINGABÓK
eins og steyptur stokkur utan um fœturna, svo þreytt-
um manni var vonlaust að komast heim ókalinn. Eg
bar á mér hníf til allrar hamingju, gekk aldrei hníf-
laus, og risti nú bolina af við ökkla. Stína mín hafði
látið mig hafa aukasokka meðferðis, svo ég fór í þurra
sokka og smeygði á mig skónum, sem ég risti af stígvél-
unum við ökkla. Það bjargaði að ég hafði hnífinn,
annars hefði ég drepizt. Síðan slampaðist þetta nokkuð.
Ég sá stundum tvísýnu á því að ná bæjum, en í þetta
skipti var einna verst útlitið.
10.
Kolbeinn á Skriðulandi óx ekki upp við fjölskrúðugan
bókakost í föðurhúsum. Þar voru þó til ljóðmælasöfn Bjarna
og Jónasar. Þau skáld mat hann afar mikils, hugsaði margt
um þau og kunni ýmislegt úr kvæðum þeirra utanbókar. Eg
efast um að önnur skáld hafi staðið hjarta hans nær, þótt
honum væri hlýtt til Davíðs Stefánssonar frænda síns, bæði
sem skálds og manns. Þeir kynntust persónulega.
Ekki veit ég hvað Kolbeinn las af hinum nýrri bókmennt-
um yfirleitt, hugsa að það hafi verið fremur lítið. Og aldrei
minnist ég þess að hann vekti máls á tónskáldskap eða
sönglist, frekar að hann hefði auga fyrir myndgerð, þótt ég
vissi ekki til að hann legði í vana sinn að skoða málverk eða
höggmyndir. Honum þótti góð sú teikning sem Örlygur
Sigurðsson gerði af honum og birzt hefur opinberlega. Kol-
beinn sat fyrir á skrifstofu sinni í Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri. Eins hafði hann reglulega gaman af þeim skrifum
um sig, sem Örlygur lét frá sér fara.
Eftirlætislesning Kolbeins Kristinssonar voru íslenzk
fornrit, ættvísi, saga Islands og þjóðlegir frásöguþættir.
Grettla var fyrsta Islendingasagan sem hann las. Þrjú tiltek-
in fornrit taldi hann hafa orkað mest á málkennd sína, þótt
82