Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 85
UPPRIFJANIR UM KOLBEIN FRÁ SKRIÐULANDI
hann hefði ekki lesið þau oftar en sum önnur. Þessi rit voru
Heimskringla, Njála og Egla. Eg innti hann eftir, hvort
honum væri einhver sérstakur kafli í Egilssögu hugstæður
öðrum framar. Hann svaraði og sagði, að hvað bezt þætti
sér sögð frásögnin af því er Egill kemur til Gyðu, systur
Arinbjarnar hersis.
A stjórnarfundi Sögufélags Skagfirðinga hinn 18. ágúst
1982 var Kolbeinn kjörinn heiðursfélagi. A því fór vel, en
mátti tæpast seinna vera, því öldungurinn var þá mjög úr
heimi hallur. Skömmu eftir fundinn fór formaður félagsins,
Hjalti Pálsson, til Reykjavíkur, gekk að sjúkrabeði Kolbeins
og afhenti honum skjal, innrammað undir gleri, til staðfestu
gjörðarinnar. Kolbeinn var orðinn mjög torkennilegur í út-
liti, átti erfitt um mál, en virtist skilja það sem við hann var
mælt, var þó alltaf að strjúka á sér ennið með öðrum lófan-
um, þvílíkt sem hann reyndi að koma fyrir sig einhverjum
hlut. Hann þreifaði um rammann, og hjúkrunarkonur hétu
að hengja heiðursskjalið á vegg fyrir ofan rúmið hans. Von-
andi hefur það ekki brugðizt.
11.
Skriðuland fór í eyði þegar Kolbeinn lagði þar niður bú-
skap, og hann hafði ekki tekjur af jörðinni á neinn hátt eftir
að hann fluttist burt og þangað til hann seldi hana. Sigur-
mon í Kolkuósi átti Saurbæ og Unastaði í Kolbeinsdal og lét
þar ganga stóð sitt. Hann bauð Kolbeini 30 þúsund krónur
fyrir Skriðuland. Það þótti gott verð og gerði Kolbeinn sér
ekki von um annað tilboð hærra. Hann vildi selja og gaf
Hólahreppi kost á að ganga í kaupin. „Sumum fannst nokk-
ur yfirgangur í Sigurmoni" og því gein hreppurinn við boð-
inu. Fóru kaupin fram heima á Hólum seint í nóvember
1958. Kolbeinn seldi og Gunnlaugi í Brimnesi viði og járn
83