Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 87
UPPRIFJANIR UM KOLBEIN FRÁ SKRIÐULANDI
úr timburhlöðu á steingrunni og flutti hann hvort tveggja til
sín. Andvirði þessa nam þremur þúsundum, þannig að Kol-
beinn hafði 33 þúsund upp úr allri jarðarsölunni.
Þegar farin er Grófin úr Hjaltadal og halla tekur ofan í
Kolbeinsdal, verður á vinstri hönd kollóttur melur og er
vörðubrot á honum. Þaðan sést vel heim að Skriðulandi.
Nokkru neðar er grasi gróinn hvammur „sem liggur frá veg-
inum út og ofan til árinnar“, heitir Kofalaut. Meðfram
henni neðanverðri er flatur melur „sem ég nefni Kveðjumel.
Þar kvöddu mig vinir mínir, eftir að hafa heimsótt mig og
glatt sextugan. Enginn einstakur staður er mér kærari en
Kveðjumelur“ segir Kolbeinn í prentuðu viðtali. I samræðu
við mig um 1970 lét hann koma fram, að hann hefði gist hjá
Kristjáni skólastjóra á Hólum nóttina eftir að hann seldi
Skriðuland, en næsta dag „gekk ég svo yfir á Kveðjumel og
kvaddi, og síðan hef ég þar ekki komið“.
Já, Kolbeinn á Skriðulandi var vinmargur og kvað það
eina mestu hamingju sína að hafa eignazt góða menn að
vinum, slíkt væri ómetanlegt. „Það er eiginlega undarlegt
um afdalakarl eins og mig, hve mörgum ég hef kynnzt.“
Þegar vinir Kolbeins sóttu hann heim sextugan, færði
Stefán Vagnsson honum ljóð, þrjú erindi áttkvæð. A vel við
að taka þau hér upp. Stefán kvað:
Komib hef ég í Kolbeinsdal,
káta þar hitti ég ýta.
Lagdprúðar hjarðir gómsnet grös
af gróðri sumarsins nýta.
Skúrablá fjöll með skriðugil
og skrúðgrænan hvamm má líta.
Járnkaldan ber við jaðar lofts
jökulinn ægihvíta.
íslenzka tungan átti hér
óðul sumar og vetur.
85