Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 89
RIT EFTIR KOLBEIN KRISTINSSON
HANNES PÉTURSSON tók saman
ÞAÐ YFIRLIT yfir ritsmíðar Kolbeins Kristinssonar sem hér fer á
eftir, er vafalaust með ýmsum gloppum. Astæðan liggur m.a. í
því, að enn er ekki völ fullkominnar spjaldskrár í Landsbókasafni
er sýni efni í blöðum og tímaritum hina síðustu áratugi. Það sem
hér er tekið upp af minningar- og afmælisgreinum Kolbeins, má
því að langmestu leyti þakka skrá sem Páll Sigurðsson frá Lundi
hefur gert fyrir Sögufélag Skagfirðinga. Sú skrá er persónusögu-
legs efnis og bundin Skagafjarðarhéraði.
Eftir Kolbein mun ekki vera til ýkja margt óprentað, nema það
væru þá sendibréf. Kunnugt er um eftirtalin rit:
I Ornefnastofnun Þjóðminjasafns eru varðveitt Drög að ör-
nefnalýsingu í Kolbeinsdal. Þau ná til allra jarða dalsins frá Sleitu-
stöðum til Fjalls, að báðum meðtöldum; einnig er lýst afrétt aust-
an Kolbeinsdalsár og Kolbeinsdalsafrétt. Lýsingarnar eru níu tals-
ins og bárust Örnefnastofnun 1971. Þá er að nefna Drög að annál
Skagafjarðarsýslu (kallast einnig Brot úr annálum Skagafjarðar-
sýslu) árin 1945-1954, nú í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga (HSk.
78-82, 8vo). í sama safni (HSk. 69, 4to) er varðveitt stutt frásögn
um Jón Ósmann ferjumann (Dulskynjun Jóns Magnússonar frá
Utanverðunesi). Hallfríður Kolbeinsdóttir geymir í sínum vörzl-
um tvær ræður, fluttar á Hólum í Hjaltadal, önnur við setningu
bændaskólans þegar afhjúpuð var máluð mynd af Hermanni Jón-
assyni fyrrum skólastjóra, en hin í samsæti forsetahjónanna, Ás-
geirs Ásgeirssonar og Dóru Þórhallsdóttur, 3. júlí 1954. Enn skal
nefna að í fórum Haralds Hannessonar hagfræðings, Reykjavík,
liggur grein eftir Kolbein um Nonnahús á Akureyri. Aftur á móti
mun ritsmíð hans um Pater Jón hafa glatazt með öllu. Séra Jón
Skagan las hana í útvarpi á sínum tíma. Upptaka þess flutnings er
87