Skagfirðingabók - 01.01.1988, Síða 96
SKAGFIRÐINGABÓK
og Hjörleif. Það er Guðmundur Sigurðsson á Lundi. Eg tel
að báðir þessir menn viti nokkurn veginn fyrir víst, hvenær
þeir ekki þekkja plöntu, en það er líka „fróðleikur“ ef svo
mætti segja. Hér má bæta við, að finnungur hefur einnig
fundizt í drögum Kolbeinsdals og Seljadals inn af Deildar-
dal. Stundum stafset ég nafn finnungsins firnungur. Ingólfur
Davíðsson grasafræðingur notar oft síðara nafnið (sbr. t.d.
Náttúrufrœðinginn 38 (1968), 184). Sjálfur heyrði ég aldrei
annað nafn en það á mínum yngri árum. Bæði nöfnin eru í
fyrsta sinn í 3. útg. Flóru Islands, 1948. I Víðidal í Staðar-
fjöllum hefur firnungurinn hins vegar einnig verið kallaður
ígull, og það er réttnefni.1 Hitt nafnið er vafalaust norskt að
uppruna, þar sem plantan heitir finnskjegg.2
I landnámi Tungu-Kára3, þar sem ég er kunnugastur,
vantar næstum allt lyng, hvað þá heldur hrís og kjarr. Land-
nám Eiríks í Goðdölum4 er einnig heldur fátæklegt að þessu
leyti, a.m.k. þar til að kemur langt inn fyrir Hof. A Þor-
ljótsstöðum í Vesturdal (nú í eyði) er mikið um lyng og
hrís. Þar á móti, vestan Hofsár, er allt vafið í lyngi og hrísi,
og þar heita Skógar, athyglisvert örnefni. Svipaða sögu er að
segja um landnám Onundar víss5 í Austurdal. I hólunum
fyrir utan Abæ er að vísu lyng og dálítið af hrísi. En svo
sem þremur km innan við Abæ eykst þessi gróður aftur
mjög mikið. Segja má, að þar sé allt vafið í sortulyngi, blá-
berjalyngi og hrísi, en aðalbláberjalyng sést hvergi. Þegar
svo lengra dregur inn eftir dalnum, nokkuð inn fyrir Nýja-
bæ, heitir Fagrahlíð, og þar er mikið kjarr og víðiskógur.
Langt þar fyrir innan, þar sem talið er að Austurdalur hafi
1 Blanda, III, bls. 313.
2 Steindór Steindórsson: Islenzk plöntunöfn. Rvík 1978.
3 Olafur Lárusson: Landnám í Skagafirði. Ak. 1940.
4 Sama heimild.
5 Sama heimild.
94