Skagfirðingabók - 01.01.1988, Side 97
HÁPLÖNTUFLÓRA SKAGAFJARÐARSÝSLU
upptök sín, heitir Stórikvammur. Hann er í Jökulsárgilinu
um tvo km norður frá Grána, en það er kofi með þessu
nafni við endann á afleggjara af Vatnahjallavegi. (Bezta
kortið af þessu svæði er Blað 64. Vatnahjallavegur, mæli-
kvarði 1:100.000).
Stórihvammur er um 3 km á lengd og mjög vel gróinn.
Þar er stórvaxinn víðir, einirunnar allt að 50 cm háir með
úlnliðsgildum stofnum, blágresisbollar og einstöku birki-
hríslur. Mun það vera einn hæsti vaxtarstaður birkis á Is-
landi, um 600 m yfir sjó. Framhald hvammsins niður með
ánni er Langahlíð, sem er með líkum gróðri og Stóri-
hvammur.1 Þarna innfrá er allvel gróið, og þar og í Eystri-
Pollum, sem einnig eru í reit nr. 5248,2 eru skráðar 147
tegundir plantna.
I gljúfrum Jökulsánna eru sums staðar birkibrúskar, þar
sem næstum enginn kemst að nema fuglinn fljúgandi. Hafa
þessir staðir þannig notið friðunar. Einkum eru slíkir
brúskar í austurbakka Jökulsárinnar í Austurdal. Fyrir 1954
var þar einnig mæðiveikigirðing í full tíu ár, sem lá inn
bakkana í nánd við fljótið. Þar var þá algert friðland þau ár.
A þetta er minnzt í bók Guðmundar G. Hagalíns, Konan í
dalnum og dæturnar sjö:
Mæðiveikivarnirnar í Austurdal hófust með því að sett
var upp girðing mikil austan Jökulsár. Var með girð-
ingunni sneidd skák af Merkigilslandi, allt utan frá
Merkigili og fram úr. Skák þessi er sums staðar mjó,
en víða allbreið og hún mun vera 11 km löng. Allt er
land þetta fagurgróið. Þar mátti ekki beita fé og bann-
að að hafa þar hross.3
1 Steindór Steindórsson: Landið þitt, II. Rvík. 1978.
2 Reitur númer 5248 er tilvísun í reitakerfi Bergþórs Jóhannssonar og
Harðar Kristinssonar (Náttúrufrœðingurinn 40, 58-65).
3 Ak. 1954, bls. 214.
95