Skagfirðingabók - 01.01.1988, Síða 98
SKAGFIRÐINGABÓK
Ofarlega í bakka Jökulsár vestari, í Hofsdal, þar sem
kolalögin eru, er fallegur blettur af sortulyngi, og á hálsin-
um upp frá Hofi er eitthvað af bláberjalyngi og fjalldrapa,
grasvíði og gulvíði, en hvergi neitt áberandi.
Loks 3. ágúst 1981 tókst okkur Eiríki Haraldssyni að
skoða gróðurinn í Svartárdal, sem er vestastur af þremur
inndölum Skagafjarðar, svo að mér þætti viðhlítandi. Vil ég
nú hafa hér sem sýnishorn minnispunkta mína þann eina
dag:
Fórum inn í Svartárdal og gengum á Goðdalakistu,
suður eftir henni og svo niður hlíðina með stefnu á
eyðibýlið Ölduhrygg. Þar óðum við ána og fórum upp
í hlíðina upp af beitarhúsunum. Komum að Miðdal og
fengum kaffi. Þar búa þau Jódís Jóhannesdóttir frá
Merkigili og Axel Gíslason. Húsakynni eru nýmóðins,
fögur blóm og falleg umgengni. Þau hafa eingöngu
sauðfé og munu stefna að því að hafa 600 fjár á fóðr-
um. Er við höfðum kannað og skrásett gróðurinn inn
eftir dalnum, fórum við að Hverhólum og svo inn
hlíðina að Goðdölum. Eftir að hafa skoðað kirkjuna
þar og séð leiði Símonar Dalaskálds, var okkur boðið
inn. Heitir bóndinn Borgar Símonarson og konan
Rósa Guðmundsdóttir. Er dagur var að kveldi kom-
inn, hafði okkur tekizt að bæta 52 tegundum á flóru-
spjaldið í reit nr. 4946. Góður dagur.
Vel má vera, að orsökin til hins auðnarlega gróðurfars,
sem mér finnst víða vera á þessum slóðum, eigi rætur að
rekja til beitarþungans á liðnum öldum. Svo snjólétt er
þarna innfrá, að bændur munu fyrr á tíð vart hafa ætlað
nema sem svarar einum útheysbagga á kind allan veturinn.
Svo mjög er treyst á beitina, að sauðfé liggur nánast úti eða
fyrir opnu, sem kallað er. Hinn erfiða vetur 1978-79 var
mér sagt, bæði á Gilsbakka og í Villinganesi, að fjárhúsa-
96