Skagfirðingabók - 01.01.1988, Síða 99
HÁPLÖNTUFLÓRA SKAGAFJARÐARSÝSLU
hurðir hafi ekki verið „settar á járn“ allan veturinn. En utan
til í héraðinu voru hins vegar mikil snjóalög og löng inni-
staða. Aberandi er líka nær algjör vöntun burkna- og jafna-
tegunda þarna innfrá.
Þegar utar kemur í héraðið er allmikið öðruvísi um að
litast, t.d. úti í Hrolleifsdal og Sléttuhlíð, að ég nú ekki tali
um Fljótin og úti á Hraunum. Þar er allt vafið í lynggróðri
og kjarri, grænt upp í efstu eggjar og mikið af stórvöxnu
aðalbláberjalyngi í kjarrinu. Eins og áður segir er það vafa-
laust snjórinn, sem hlífir svona gróðrinum. I inndölunum
sést varla maríustakkur og alls ekki firnungur, eins og áður
er sagt, en það eru miklar snjódældaplöntur. Raunar eru
þær margar fleiri, t.d. grámulla, fjallasmári, klukkublóm og
grasvíðir.
Þessum kafla um snjódældaplönturnar og fullyrðingum
mínum þar að lútandi vill Hjörleifur á Gilsbakka mótmæla.
Hann slær þó heldur af þegar hann segir: „Ekki er ólíklegt,
að áðurnefndar snjódældaplöntur setji mun meiri svip á
gróðurfar Siglufjarðar og nágrennis heldur en fjallanna hér.“
Og það er einmitt það, sem ég á við. Ef Hjörleifur ætti eftir
að ganga um ofanverðan Olafsfjarðardal í Fljótum, t.d. um
miðjan ágúst, þá gæti vel verið, að hann fengi að sjá fallegar
breiður af grámullu. Þar var skemmtilegt um að litast að því
leyti þann 17. ágúst 1976. I ríki Hjörleifs þar inni í dölum
eru þessar tegundir til og þá oftast nokkuð hátt uppi, eða
fyrir ofan 400 m hæð. En þar sýnist mér þetta allt eitthvað
svo kyrkingslegt og bágborið. Hins vegar tel ég alveg rétt
sem hann segir, að sumar snjódældaplöntur og allt að því
fjallaplöntur vaxi oft mjög neðarlega úti á skögunum. Hér í
Siglufirði hefi ég fundið grámullu og fjallasmára niður við
sjó. Grasvíðir er algengur hér svo neðarlega, og fjandafælu
hefi ég tekið í túnaskurðunum á Hóli. Mjög samhljóða
þessu er fráscgn Hjörleifs Kristinssonar: „Ekki man ég bet-
ur en ég hafi séð fjallasmára niður við sjó á Reykjum á
97