Skagfirðingabók - 01.01.1988, Qupperneq 100
SKAGFIRÐINGABÓK
Reykjaströnd.“ Þetta er allt næsta auðskilið, þar sem vitan-
legt er, að hitinn minnkar á tvo vegu á jarðarkringlunni,
eftir því sem hærra kemur yfir sjó og lengra dregur frá mið-
baug. Mér finnst að erfitt muni verða fyrir mig að snúa aftur
með það, að gróðurfar í landnámi þeirra Tungu-Kára og
Eiríks í Goðdölum sé fremur auðnarlegt.
Þótt plöntutegundir séu skráðar á flóruspjald samkvæmt
hinu nýja reitakerfi er óvíst, að það gefi rétta mynd af við-
gangi tegundarinnar í viðkomandi reit og hvort hún er ríkj-
andi þar eða ekki.
Þá sýnist mér það mikið einkenni á Dölum Skagafjarðar
og gróðri þar, hversu lítið er um mýrar og mýragróður.
Manni liggur við að segja, að starir séu varla til, en það er
kannski heldur fast að orði kveðið. Að tiltölu finnst mér þó
einna mest um þurrlendisstarir: stinnastör, slíðrastör,
dvergstör, móastör og svo hvítstör og toppastör við fljótin
eða þar í nánd. Og ég álít, að hárleggjastör sé þeirra algeng-
ust. Hún er t.d. mjög áberandi móaplanta á Kjálka. Eitthvað
er þó af mýrum, sem ekki er búið að ræsa fram, t.d. á
Hlíðarfjalli. Benda til þess örnefni eins og Alftamýrar, Pét-
ursflói og Svartagilsflói. Um hann fór ég og tel, að hann sé
mjög tegundafár. Þar var þó hrafnastör, en hún er mjög víða
í svoleiðis flóapælum. I landi Hofs í Vesturdal, t.d. á móti
landi Gilja, eru mýrajaðrar, sem oft kallast fitjar. Mýrar
þarna innfrá virtust mér tegundafáar og allnokkurt ein-
kenni, að þar vantar mýrafinnung, a.m.k. á öll mín flóru-
spjöld. Mýrelfting er aftur á móti mjög algeng, eins og víða í
innsveitamýrum, og hún er á öllum mínum flóruspjöldum
frá sömu svæðum.
Svipaða sögu er að segja um tjarna- og síkjagróður.
Hvergi sjást brúsategundir né nykrur. Ef þessar tegundir
kynnu að finnast, eru þær alls ekki nema í litlum mæli. Og
það sem segir í Islenzkri ferðaflóru, að hrísastör sé í Skaga-
fjarðardölum, held ég að sé alveg út í hött.
98