Skagfirðingabók - 01.01.1988, Blaðsíða 101
HÁPLÖNTUFLÓRA SKAGAFJARÐARSÝSLU
Mér finnst athyglisvert, hvað mikið er af melasól á há-
lendinu þarna innfrá. A Gilsbakkafjalli er hún mjög víða í
900-1000 m hæð, en fremur strjált. Á Merkigilsfjalli er hún
einnig mjög víða, en líka nokkuð strjált. Yfirleitt voru þetta
tvær og þrjár plöntur í stað, en á Elliðanum (793 m) milli
Austur- og Vesturdals var sums staðar svo mikið af henni,
einkum ofarlega í vestanverðu fjallinu, að ég hefi aldrei, ekki
einu sinni á Vestfjörðum, þar sem hún er þó talin einkennis-
planta, séð svo mikið af henni. Til dæmis taldi ég 75 eintök
á einum fermetra í 750 m hæð. Voru öll eintökin sérlega
falleg og þroskaleg. Par er mikill bratti og lausaskriður.
Þetta var 9. ágúst 1979. Uppi á Elliðanum er gömul land-
mælingavarða. Þar létum við Eiríkur tvo krónupeninga, af
litlu krónunni, undir efsta steininn á vörðunni til minningar
um þennan ágæta dag.
Til að punta upp á hin gömlu góðu landnám þarna inni í
Dölum má vel geta þess, að það var á Vatnsfjalli í Skaga-
firði, sem hreistursteinbrjótur fannst í fyrsta sinn hér á landi.
Það var danskur grasafræðingur, Thorvald Sörensen, sem
fann hann. Um 1965 finnur svo Hjörleifur Kristinsson hann
á Gilsbakkafjalli, í 1000 m hæð, þar sem mjög mikið er af
honum. Er það því annar fundarstaður hans í Skagafirði.1
Enn fremur er hann (4. ágúst 1979) nyrzt á Merkigilsfjalli,
hæsta rana þess í snjókældri mýrarpælu í ca. 920 m hæð.
Ymsar fleiri fágætar og skemmtilegar háfjallaplöntur eru
þarna innfrá, eins og t.d. dvergsteinbrjótur, sem víða er
mikið af hátt í fjöllunum. Ennfremur mætti geta þess, að í
400-700 m hæð á norðurröðli Merkigilsfjalls er svo krökkt
af fjallabrúðu, að það er hreint eins og fjallið hafi verið
hannað fyrir þessa smávöxnu fjallajurt.
Siglufirði í september 1984,
Guðbrandur Magnússon
1 Ársritið Flóra (3, 1965), bls. 121.
99