Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 103
HÁPLÖNTUFLÓRA SKAGAFJARÐARSÝSLU
Tófugrasættin (Polypodiaceae)
4. Tófugras (Cystopteris fragilis Bernh.). Allvíða.
5. Liðfætla (Woodsia ilvensis R. Br.). I Votabjargi á Tungudal,
móti suðri (G. Sig.) og á Tunguhálsi (H. Bj.).
6. Stóriburkni (Dryopteris filix mas Schott). Hraunum í
Fljótum 18. ágúst 1954, í stórgrýtisurð skammt norðan við
bæinn, og sumarið 1955 fann I. O. lítinn brúsk af honum í
hlíðinni suður og upp frá bænum.
7. Dílaburkni (D. assimilis S. Walker). I stórgrýtisurð norður
frá Hraunum í Fljótum, lítið eitt á einum stað (I. Ó.). Áður
talinn fundinn í Haganesi að sögn Ingimars Óskarssonar.
8. Þrílaufungur (Gymnocarpium dryopteris Newm.). Víða,
einkum utan til á svæðinu.
9. Skjaldburkni (Polystichum lonchitis Roth.). Vex í gilja-
skorningum og brúnum fjalla, t.d. á Hraunum í Fljótum,
Stóru-Reykjum í Flókadal (H. Hg.), í Hrolleifsdal (I. Dav.)
og í Seljaárdal. Hefur ekki fundizt inni í Dölunum.
10. Þúsundblaðarós (Athyrium distentifolium Tausch ex Op-
iz). Fundin á Hraunum í Fljótum, Ólafsfjarðardal í Fljótum
og í Stíflu.
11. Skollakambur (Blechnum spicant Roth.). Á Hraunum í
Fljótum (Std. Std.) og á þremur stöðum í Miðbekk á Lundi
(G. Sig.) og í Hrolleifsdal (I. Dav.).
12. Köldugras (Polypodium vulgare L.). I Votabjargi á Tungu-
dal í klettaskoru mót suðvestri (G. Sig.) og í urðargjótu
skammt austur frá slysavarnaskýlinu við Almenningsnöf.
Elftingaættin (Equisetaceae)
13. Klóelfting (Equisetum arvense L.). Algeng.
14. Vallelfting (E. pratense Ehrh.). Víða.
15. Mýrelfting (E. palustre L.). Algeng.
16. Fergin (E. fluviatile L.). Víða og sums staðar mjög stórvax-
ið.
17. Beitieski (E. variegatum Schleich.). Þessi annars lítt áber-
andi planta, sem einnig vex mjög strjált í alls konar mólendi,
er í Flóru Islands talin góð vetrarbeitarjurt fyrir sauðfé. Það
101