Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 104
SKAGFIRÐINGABÓK
getur varla átt við hér um slóðir. Hún vex mjög strjált, en er
allvíða, m.a. er hún á 30 flóruspjöldum af 50.
18. Eski (E. hiemale L.). Víða í Fljótum, Fellshreppi og Hjalta-
dal.
19. Eskibróðir (E. trachyodon A. Br.). Stekkjarflötum á Kjálka
3. ágúst 1979 og í Flugumýrarhvammi 27. júní 1982.
Jafnaættin (Lycopodiaceae)
20. Skollafingur (Lycopodium selago L.). Algengur í 300-400
m hæð.
21. Lyngjafni (L. annotinum L.). Algengur í utanverðum
Skagafirði.
22. Litunarjafni (L. alpinum L.). Algengur.
Mosajafnaættin (Selaginellaceae)
23. Mosajafni (Selaginella selaginoides Link.). Algengur.
Sýprisættin (Cupressaceae)
24. Einir (Juniperus communis L.). Einir er allvíða í Skagafirði:
Hraunum í Fljótum, Skilmingshólum á Illugastöðum, Ol-
afsfjarðardal, Neshyrnu í Flókadal, Brunnárdal (H. Hg.),
Tungudal í Stíflu (G. Sig.), Hrolleifsdal og mjög mikið í
Hrolleifshöfða. Einnig í Málmey, Þórðarhöfða, Deildardal,
Austurdal o.v.
Álftalauksættin (Isöetaceae)
25. Álftalaukur (Isöetes echinospora Dur.). Fannst á Hraunum
í Fljótum (Ó. D.). - Álftalaukstjörn kallast lítil tjörn
skammt fyrir utan Eggjarnar, efst í Hraunadal. Ólafur Da-
víðsson náttúrufræðingur, bróðir Guðmundar á Hraunum,
kvaðst hafa fundið þar álftalauk. Skírðu þeir bræður tjörn-
ina þá Álftalaukstjörn. - „Síðan hefi ég fundið álftalauk
miklu víðar í Hraunalandi" segir Guðmundur Davíðsson í
óprentaðri örnefnaskrá. Þann 17. ágúst 1979 gerði ég mér
ferð að nefndri tjörn, sem er vestan undir Siglufjarðarskarði,
en þar var ekkert að sjá, enda mestur hluti tjarnarinnar þá
undir snjó. Hún virðist alldjúp og algerlega gróðurlaus,
enda grjótbotn.
102