Skagfirðingabók - 01.01.1988, Side 107
HÁPLÖNTUFLÓRA SKAGAFJARÐARSÝSLU
Sólheimafjalli, Tinnárdal og Asbjarnarfelli í reit 5049
(21/50).
58. Vetrarkvíðastör (C. rupestris All.). Algeng (27/50).
59. Bjúgstör (C. maritima Gunn.). Víða: Haganesvík í nánd við
brúna, í kviksandi við nýja flugvöllinn á Sauðárkróki, í 400
m hæð yfir sjó innan við Hlein á Gilsbakka og víða í Aust-
urdal innan við Abæ. Er einnig á hálendinu, t.d. við Hólma-
vatn í ca. 700 m hæð yfir sjó, reit 5349 (20/50).
60. ígulstör (C. echinata Murr). Nokkuð algeng (8/50).
61. Kollstör (C. Macloviana d’Urv.). Fremur sjaldgæf: Lundi í
Stíflu við túnjaðarinn yzt og neðst (G. Sig.), í Gilsbakka-
landi innan við Hlein, í Tinnárdal að norðanverðu, í Aust-
urdal fyrir innan Tinná og í Stórahvammi (6/50).
62. Blátoppastör (C. canescens L.). Algeng, en oftast lítið í
stað. Kjörsvæði hennar er meðfram tjarnarpollum (20/50).
63. Rjúpustör (C. Lachenalii Schkuhr.). Algeng, einkum til
fjalla (24/50).
64. Heigulstör (C. glareosa Wg.). Ekki algeng. Tekin í Haga-
nesvík stutt frá brúnni við sjóinn, er í Þórðarhöfða rétt ofan
við Bæjarmölina, einnig við Héraðsvatnaósinn eystri. Mikið
við flugvöllinn á Siglufirði og á Langeyri (6/50).
65. Skriðstör (C. Mackenziei V. Krecz). Sjaldgæf. Er á sjávar-
flæðum út og niður af Hraunum í Fljótum og niður við sjó
á Brimnesi, innan við Brimneslækinn (3/50).
66. Fjallastör (C. norvegica Retz). Algeng. Fundin á Lundi í
Stíflu (G. Sig.), innan við Neskot í Flókadal, í Þórðarhöfða,
í Austurdal og er annars mjög víða, en aldrei nema lítið í
stað (25/50).
67. Sótstör (C. atrata L.). Ekki er gott að segja, hvar stör þessi
kann að skjóta upp kollinum, en ég hefi fundið hana m.a. í
klettum í Torfnafjalli og í móabörðum á Tungudal í Stíflu.
A gilbarminum á Jökulsárgili hjá Stekkjarflötum og á Kjálka
var hún mjög þroskaleg. I Abæjargljúfrinu, neðantil í syðri
bakkanum, var stór græða 7. ágúst 1979, á að gizka 300-400
m2. I Tinnárfjallinu, neðan við sauðahellana, sem þar eru í
um það bil 500 m hæð, var einnig myndarleg græða þann
11. júlí 1980. Eru þetta einu staðirnir, þar sem ég hefi séð
105