Skagfirðingabók - 01.01.1988, Blaðsíða 108
SKAGFIRÐINGABÓK
hana í fallegum græðum. Og í Tinnárfjallinu fann ég mjög
stórvaxin eintök, allt upp í 68 cm á hæð (24/50).
68. Dúnhulstrastör (C. pilulifera. L.). Fundin í utanverðum
Hrolleifsdal (I. D.), ofan við Hraun í Fljótum, í mólendi
utan við Gilslaug og í sunnanverðum Reykjarhóli á Bökk-
um, upp af Kambi í Deildardal og víðar, en alltaf lítið í stað.
Bezt held ég að sé að koma auga á hana um miðjan ágúst,
því að þá svignar hún svo mikið, að öxin ná ofan í gras-
svörðinn (4/50).
69. Dvergstör (C. glacialis Mack.). Fremur sjaldgæf. Fellið í
Sléttuhlíð, við Abæjará hátt á norðurbakkanum, á Sanda-
fjalli og vestan við Goðdaladal (9/50).
70. Hárleggjastör (C. capillaris L.). Algeng og víða mikið af
henni, t.d. úti hjá Straumnesvitanum, einnig mjög algeng á
Kjálka (33/50).
71. Toppastör (C. Krausei Böckl.). Fundin í Abæ í Austurdal á
eyrunum við fljótið og í Vesturdal, á eyrunum innan við
Giljaána (3/50).
72. Belgjastör (C. panicea L.). Algeng, en hvergi mikið í stað
(20/50).
73. Fölvastör (C. livida L.). Fundin í Kappastaðaflóa í Sléttu-
hlíð, og er það fyrsti fundarstaður hennar í Skagafirði.
Einnig fundin í Hofsflóa, suðvestur frá Litlubrekku. All-
mikið á báðum þessum svæðum (2/50).
74. Slíðrastör (C. vaginata Tausch). Algeng í mólendi (39/50).
75. Flóastör (C. limosa L.). Algeng í Fljótum og Hrolleifsdal,
einnig fundin á einum stað, þ.e. í flóanum innan við Kamb í
Deildardal (12/50).
76. Keldustör (C. magellanica Lam.). Algeng í Fljótum, Holts-
dal, Stífluhólum, Stíflu (Steinavöllum), Barði, Olafsfjarðar-
dal og Illugastöðum, ofan ár. Einnig er hún í mýrunum utan
við Stafn í Deildardal (7/50).
77. Hengistör (C. rariflora Sm.). Algeng (37/50).
78. Hrísastör (C. adelostoma V. Krecz.). Hún vex við svo-
nefnda Stampa á Lundi í Stíflu (G. Sig.). Hefur einnig fund-
izt á Lágheiði, en að hún sé annars í Skagafjarðardölum,
eins og segir í Islenzkri ferðaflóru, er út í hött (1/50).
106