Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 109
HÁPLÖNTUFLÓRA SKAGAFJARÐARSÝSLU
79. Gullstör (C. Oederi Retz.). Allmikið í mýri rétt sunnan við
skólahúsið í Sólgörðum (H. Hg.) og í Áshildarholtsmýrum
nálægt norðurenda vatnsins; gæti eyðilagzt vegna hesta-
hólfa, sem þar eru nú (2/50).
80. Ljósastör (C. rostrata Stokes.). Algeng í smátjörnum og
vatnavikum (26/50).
81. Hrafnastör (C. saxatilis L.). Er allvíða: Hvarfdal í Stíflu,
Seljaárdal, Merkigilsfjalli og víðar (15/50).
82. Mýrastör (C. nigra Reich). Algeng (42/50).
83. Flæðastör (C. subspathacea Wormskj.). Við Héraðsvatnaós
eystri (1/50).
84. Gulstör (C. Lyngbyei Hornem.). Algeng. Á mýraflákum er
hún oft smávaxin og afbrigðileg, en í tjarnavikum og á
grynningum er hún stórvaxin og tignarleg.
85. Stinnastör (C. Bigelowii Torr.). Algeng. Eins og kunnugt
er myndar þessi tegund iðulega bastarða við skyldar teg-
undir. Hefi ég einn fund af því tagi, bleikstinnung (50/50).
86. Bleikstinnungur (C. Lyngbyei x Bigelowii). Tekinn við
Gilslaug í Fljótum.
87. Rauðstör (C. rufina Drej). Fundin á einum stað á hálend-
inu austur af botni Gljúfurárdals, sem er upp frá Höfða-
vatni, þar í nánd við lítið stöðuvatn, og á Gilsbakka (sjá þar
um Týli 7(1) 1977, 25) og á suðaustanverðu hálendinu í
reitum 5149 og 5249 (H. Kr.; 4/50).
88. Hvítstör (C bicolor All.). Fundin í Ábæ í Austurdal á eyr-
unum við fljótið, innarlega í Vesturdal og t.d. sunnarlega á
hálendinu í reit nr. 5149 (Hj. Kr.; 3/50).
Grasættin (Gramineae)
89. Finnungur (firnungur, ígull; Nardus stricta L.). Algengur í
utanverðum Skagafirði, t.d. bæði í Málmey og Þórðarhöfða,
Hjaltadal, Deildardal og á Hraunum. I stærsta hreppi sýsl-
unnar hefur hann fundizt í Neðralandi (Hj. Kr.). Og í aust-
urjaðrinum aðeins í drögum Kolbeinsdals (reitur nr. 5041)
og í drögum Seljadals (reitur nr. 5043; H.Kr.).
90. Melgras (Elymus arenarius L.). Haganesvík og Borgarsand-
ur.
107