Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 111
HÁPLÖNTUFLÓRA SKAGAFJARÐARSÝSLU
m hæð yfir sjávarmáli (Hj. Kr.) og á Merkigilsfjalli í 900 m
hæð yfir sjávarmáli.
110. Axhnoðapuntur (Dactylis glomerata L.). Slæðingur á ein-
um stað í Saurbæjarflóa (G. Sig.); hefur einnig fundizt í
Stíflu. (Er á nokkrum stöðum í Siglufjarðarkaupstað, mjög
þroskalegur).
111. Varpafitjungur (Puccinellia retroflexa Holmb.). Við
Reykjarhól á Bökkum, í Staðarbergi á Hofsósi o.v.
112. Túnvingull (Festuca rubra L.). Mjög algengur, en allbreyti-
legur, enda oft af útlendum uppruna. Oft er sagt, að plöntur
séu afbrigðilegar, og svo eru til staðbrigði, þ.e. afbrigði, sem
einkum lifir á ákveðnum stað. Hefi einungis séð það í lif-
andi máli hjá Sturlu Friðrikssyni í Almanaki Þjóðvinafé-
lagsins 1962, undir mynd á bls. 33. Grein Sturlu heitir Jurta-
kynbætur.
113. Blávingull (Festuca vivipara Sm.). Algengur.
114. Lógresi (Triestum spicatum Richt.). Algengt.
115. Dúnhafri (Avena pubescens L.). Vex í mólendi kringum
melhól í Lundinum á Egilsá í Norðurárdal; enginn vissi
hvaðan hann væri kominn.
116. Snarrótarpuntur (Deschampsia caespitosa P.B.). Algengur.
117. Fjallapuntur (D. alpina R. & Sch.). Algengur, einkum til
fjalla.
118. Bugðupuntur (D. flexuosa Trin.). Algengur, en vex yfir-
leitt gisið, hittist þó oft í toppum.
119. Reyrgresi (Hierochloé odorata P.B.). Víða og sums staðar
mjög mikið, eins og t.d. ugp frá Stífluvatni, yzt í Gauta-
staðalandi. I Málmey má vel segja, að sé hreinasta kjörsvæði
fyrir sum ilmgrös: reyrgresi og ilmreyr. I snjódældabollum
er oft mikið af reyrgresisblöðum, þar sem það verður ekki
axbært.
120. Hálmgresi (Calamagrostis neglecta G. M. & Sch.). Algengt.
121. Týtulíngresi (Agrostis canina L.). Algengt.
122. Hálíngresi (A. tenuis Sibth.). Algengt.
123. Skriðlíngresi (A. stolonifera L.). Algengt.
124. Skrautpuntur (Milium effusum L.). Fundinn á Móafellsdal
109