Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 117
HÁPLÖNTUFLÓRA SKAGAFJARÐARSÝSLU
Ferðabók Sveins Pálssonar, Rvík 1945, bls. 748 undir nr. 12
Thlaspi campestre: „. . . hefur aldrei fundizt hér síðan svo
að óvíst er að hér sé um þá tegund að ræða“ Qón Eyþórs-
son). Um þessa plöntu er getið í íslenzkri ferðaflóru. Og
eins og áður segir fann ég þessa plöntu fyrir tveimur árum í
garðinum hjá Albert Geirssyni, og síðan á hún að vera í
plöntusafninu í skólanum í Varmahlíð.
192. Fjörukál (Cakile arctica Pobed.). Tekið við austari kvísl
Héraðsvatna, í fjöruborðinu. Mjög mikið á sandinum við
fjarðarbotninn norður af gamla flugvellinum á Sauðárkróki;
hefir aukizt þar mjög mikið í seinni tíð. Fjörukál var til
skamms tíma kallað Cakile edenluula Pobed, en í hinni
nýju, stóru Evrópuflóru og nýlegum lista yfir latnesku heit-
in, sem ég hefi frá Eyþóri Einarssyni, heitir hún nú Cakile
arctica Pobed.
193. Hjartaarfi (Capsella bursa-pastoris Med.). Algengur.
194. Kattarjurt (Rorippa islandica Borb.). Fundin við smátjörn
upp af Almenningsnöf og í tjarnardragi í Stífluhólum stutt
frá Hvammi. Einnig fundin við tjarnirnar á Tjörnum í Fells-
hreppi.
195. Hrafnaklukka (Cardamine Nymanii Gand.). Algeng.
196. Jöklaklukka (C. bellidifolia L.). Fundin hátt í Ennishnjúk, á
Merkigilsfjalli og í Seljadalsbotni í um það bil 1000 m hæð,
reit nr. 5043, einnig á Sandafjalli í Austurdal (H. Kr.).
197. Skriðnablóm (Arabis alpina L.). Víða.
198. Melskriðnablóm (Cardaminopsis petraea Hiit.). Víða.
199. Skógarflækja (Rorippa silvestris Bess). Vex við jarðhitann í
vestanverðum Reykjarhóli á Bökkum (efsta hverinn). Sjá
einnig Greinar IV.3, um slæðinga eftir Ingólf Davíðsson í
safnriti Vísindafélags Islendinga.
Sóldaggarættin (Droseraceae)
200. Sóldögg (Drosera rotundifolia L.). Vex allvíða, m.a. inn og
niður frá Hraunum og innarlega í Lambanesásnum, austan
við Helgahaug í Fljótum og í mýrunum yzt í Haganesinu.
Einnig er hún í flóunum norður frá Barði (H. Hg.), innar-
lega í Flókadal, Hrolleifsdal o.v.
115