Skagfirðingabók - 01.01.1988, Side 119
HÁPLÖNTUFLÓRA SKAGAFJARÐARSÝSLU
216. Mosasteinbrjótur (S. hypnoides L.). Algengur.
217. Laukasteinbrjótur (S. cernua L.). Víða og ævinlega uppi í
brúnum fjalla. Einnig syðst á hálendinu.
218. Lækjasteinbrjótur (S. rivularis L.). Algengur meðfram
lækjum og á dýjamosa.
219. Vetrarblóm (S. oppositifolia L.). Algengt.
220. Gullbrá (S. hirculus L.). Mjög algeng á hálendinu.
221. Snæsteinbrjótur (S. nivalis L.). Víða í klettum og fjalla-
brúnum allt til syðstu marka.
222. Dvergasteinbrjótur (S. tenuis H. Sm.). Hreppsendasúlur í
Stíflu (G. Sig.), Gilsbakkafjall, mikið (Hj. Kr.), Merkigils-
fjall (Gangnafjall) og Kjálkafjall. A Elliðanum milli Vestur-
dals og Austurdals er mjög mikið af honum. Þar fannst mér
einnig áberandi mikið af millistigum milli hans og sruestein-
brjóts (S. nivalis), sem einnig er töluvert af þar í fjallinu.
223. Stjörnusteinbrjótur (S. stellaris L.). Algengur.
224. Hreistursteinbrjótur (S. foliolosa R. Br.). Fyrst fundinn á
Vatnsfjalli í reit 4744, á Gilsbakkafjalli (Hj. Kr.) og mikið á
Merkigilsfjalli (sjá einnig Botany of Iceland, 13. bindi, bls.
263).
225. Mýrasóley (Parnassia palustris L.). Fundin á Gautastöðum,
í Þórðarhöfða o.v.
Rósaættin (Rosaceae)
226. Mjaðurt (Filipendula ulmaria Maxim.). Fundin á Hraunum
í Fljótum, á Grindilsströnd á tveim stöðum við veginn (G.
Sig.), einnig á Krakavöllum í Flókadal. Blöð af mjaðurt hefi
ég fundið í Lambanesásnum, í Málmey og í Laugahvammi á
Kjálka. Auðséð er, að mikið kjarr hefur vaxið í Lamba-
nesásnum um langan aldur og þar hefur mikið verið gert til
kola, líklega þar til um 1750. Annað sem ég tel sönnun fyrir
skógarkjarrinu er mjaðurtin, sem ég hefi fundið þar, en hún
er einmitt ein af þeim blómplöntum, sem þrífast í undir-
gróðri kjarrskóga.
227. Fjalldalafífill (Geum rivale L.). Vex mikið vestan við
Skeiðsfoss-stífluna yzt í Gautastaðalandi og í Stíflunni,
einnig í Hrolleifsdal og hittist hér og þar á öllu svæðinu.
117