Skagfirðingabók - 01.01.1988, Side 120
SKAGFIRÐINGABÓK
228. Jarðarber (Fragaria vesca L.). í Litlahnaus á Lundi (G. Sig.)
og í sunnanverðum Þórðarhöfða.
229. Gullmura (Potentilla Crantzii G. Beck). Algeng og oft hátt
yfir sjó.
230. Tágamura (P. anserina L.). Víða.
231. Skeljamura (P. egedii Wormskj). Tegund þessi virðist mjög
lík tágamuru, og vaxa þær líklega hver innan um aðra, t.d. á
Hraunamöl í Fljótum. Skeljamuran er þó kannski enn meira
bundin við sjávarsíðuna.
232. Engjarós (P. palustris Scop.). Algeng.
233. Fjallasmári (Sibbaldia procumbens L.). Algengur, einkum
til fjalla.
234. Ljónslappi (Alchemilla alpina L.). Algengur.
235. Maríustakkur (A. vulgaris L.). Algengur.
236. Hrútaber (Rubus saxatilis L.). Fundin á Hraunum í Fljót-
um, í Flókadal, Hrolleifsdal, Þórðarhöfða, Deildardal, í
Ásnum í Hjaltadal, á Kjálka, í Tinnárseli o.v.
237. Holtasóley (Dryas octopetala L.). Mjög algeng, allt upp í
500-700 m hæð.
238. Reyniviður (Sorbus aucuparia L.). I Þrætukinn á merkjum
Depla og Lundar í Stíflu (G. Sig.), í Akraásnum að vestan-
verðu, dvergvaxinn á báðum stöðum. I skóginum á móti
Geirmundarhóli í Hrolleifsdal er væn hrísla og uppi á svo-
kölluðum Bruna; um einum km innan við Arnarstaði í um
það bil 300 m hæð yfir sjávarmáli var önnur hrísla þriggja
stofna og lágvaxin, um 70 cm á hæð.
Ertublómaættin (Leguminosae)
239. Umfeðmingsgras (Vicia cracca L.). Við Gilslaug í Fljótum,
á Reykjum í Hjaltadal og í Flugumýrarhvammi.
240. Hvítsmári (Trifolium repens L.). Algengur víðast hvar og
vex stundum mikið í rökum mýrarjöðrum, allhátt yfir sjó.
Er annars algengur í túnum og á harðbala.
241. Rauðsmári (T. pratense L.). Tungutúnið í Stíflu (G. Sig.).
Hittist ósjaldan sem slæðingur, en vex t.d. mikið í Reykjar-
hólnum í Varmahlíð. Þar er og stór græða með hvítum
118