Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 122
SKAGFIRÐINGABÓK
254. Ætihvönn (A. archangelica L.). Vex í hlaðvarpanum á
Tjörnum í Sléttuhlíð og í garði í Glæsibæ, ættuð úr Málm-
ey. Einnig vex hún í klettum sunnanvert við Kaplavík í svo-
nefndum Mávatorfum í Þórðarhöfða, sbr. Skagfirdingabók
6, bls. 175. Arið 1978 var hún eins og frumskógur kringum
bæjarrústirnar í Málmey svo að vont var að brjótast gegnum
hana. Var flutt þangað út, úr Þórðarhöfða, á árunum 1920-
30 að sögn Gísla Konráðssonar Sólvangi við Glæsibæ. Einn-
ig fundin á einum stað í Austurdal, reit nr. 5247.
255. Kúmen (Carum carvi L.). Vex á Lundi í Stíflu (G. Sig.), á
Miklabæ í Blönduhlíð (túninu) og við bæinn Fjall í Kol-
beinsdal.
Vetrarliljuættin (Pyrolaceae)
256. Klukkublóm (Pyrola minor L.). Víða í lautadrögum, oft
langt upp eftir hlíðum, en fá í stað. Er einnig langt inni í
Austurdal, t.d. í reit nr. 5147.
257. Grænlilja (Orthilia secunda House). Vex við Litlahnaus á
Lundi í Stíflu (G. Sig.) og í Hrolleifsdal að austanverðu, á
móti Kráksstöðum.
Lyngættin (Ericaceae)
258. Sauðamergur (Loiseleuria procumbens Desv.). Algengur.
Þetta lágvaxna lyng er til með hvítum blómum. Hefi ég
aðeins einu sinni rekizt á vel lófastóran blett af því ofarlega í
Hvanneyrarskál í Siglufirði.
259. Bláklukkulyng (Phyllodoce coerulea Bab.). Vex á Depla-
holti í Stíflu og ofan við Lund (G. Sig.), ofan við Hraun í
Fellshreppi, á Brunnárdal í Fljótum (H. Hg.), á Hrólfsvalla-
dal og víðar á Almenningum. Einnig í brúninni ofan við
Hraun í Fljótum, á Tungudal, í Bjarnastaðahyrnu í Unadal,
upp í 450 m hæð, og víðar.
260. Sortulyng (Arctostaphylos uva-ursi Spreng.). Vex dálítið út
fyrir Fell í Sléttuhlíð, en er algengt þaðan og inneftir, sums
staðar allt upp í 300-400 m hæð. Inni í Dölunum er það t.d.
í Hofsdal framan í klettum í nánd við surtarbrandsstaðinn í
120