Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 124
SKAGFIRÐINGABÓK
272. Tröllastakkur (Pedicularis flammea L.). Fundinn í Hrepps-
endaskarði á Lundi (G. Sig.), á norðurenda Breiðakolls í 900
m hæð (G. Sig.). A Gilsbakkafjalli og Kjálkafjalli. Er allvíða
á hálendinu, t.d. í reitum nr. 4943, 4947, 5043 og 5249, sem
eru bæði í austanverðu hálendi sýslunnar og suður á hálend-
inu.
273. Efjugras (Limosella aquatica L.). Vex í smátjörnum á möl-
inni í Haganesvík, Tjörnum í Sléttuhlíð, Þórðarhöfða og við
Unadalsá (Hofsá) í nánd við brúna.
274. Lækjadepla (Veronica serpyllifolia L.). Algeng.
275. Steindepla (V. fruticans Jacq.). Víða.
276. Fjalladepla (V. alpina L.). Algeng, einkum til fjalla.
277. Hárdepla (V. officinalis L.). Allvíða og allmikið.
278. Skriðdepla (V. scutellata L.). Sólgörðum í Fljótum, Kraka-
völlum í Flókadal, Tjörnum í Sléttuhlíð, neðan við Litlu-
brekku á Höfðaströnd (rétt við þjóðveginn) og vestast á
Þórðarhöfða.
Blöðrujurtaættin (Lentibulariaceae)
279. Lyfjagras (Pinguicula vulgaris L.). Algengt.
280. Blöðrujurt (Utricularia minor L.). I mógröf hjá Sólgörðum
í Fljótum (H. Hg.) og í mógröf hjá Krakavöllum í Flókadal.
Græðisúruættin (Plantaginaceae)
281. Kattartunga (Plantago maritima L.). Algeng og oftast ná-
lægt sjónum.
282. Græðisúra (P. major L.). Við Gilslaug í Fljótum og í Stíflu-
hólum (G. Sig.).
283. Selgresi (P. lanceolata L.). Sjaldgæft. Fundið á einum stað,
Stekkjarflötum á Kjálka, þar á gilbarminum. Sjá þar um
tímaritið Flóru 3 (1965), bls. 121.
Munablómsættin (Boraginaceae)
284. Gleym-mér-ei (Myosotis arvensis Hill.). Allvíða.
285. Sandmunablóm (M. stricta Link.). Sjaldgæft á þessu svæði.
Fundið á Steinsstöðum (H. Bj. og G. M.) og utarlega í
Málmey (G. M. og E. H.).
122