Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 125
HÁPLÖNTUFLÓRA SKAGAFJARÐARSÝSLU
286. Engjamunablóm (M. palustris L.). Er komið allvíða. Vex
mikið á deigjum við túnjaðarinn á Hraunum í Fljótum. I
brautarskurði í Haganesvík (G. Sig.). Það er mjög mikið á
Stóru-Reykjum í Flókadal og á Krakavöllum innarlega í
Flókadal. Þann 3. ágúst 1976 var þar skurður um það bil
100 m langur og þriggja m breiður „fullur“ af þessu blómi.
287. Blálilja (Mertensia maritima S. F. Gray). Víða við sjóinn.
Varablómaættin (Labiatae)
288. Blóðberg (Thymus arcticus Ronn). Algengt og oft mikið
þar sem leir fýkur í, eins og t.d. meðfram vegum.
289. Blákolla (Prunella vulgaris L.). Á Illugastöðum í Austur-
fljótum og í Hrolleifsdal, hlíðinni að austan.
290. Ljósatvítönn (Lamium album L.). Við bæi í Flókadal, á
Tjörnum og í Felli.
Maríuvandarættin (Gentianaceae)
291. Martuvöndur (Gentianella campestris Börner). Algengur.
292. Grænvöndur (G. amarella Börner). Sjaldgæfur. Fundinn
aðeins einu sinni í Illugastaðaási og á Reykjum í Tungusveit.
293. Maríuvendlingur (G. tenella Rottb.). Víða á áreyrunum í
Hjaltadal, í Hofsdal við Jökulsá vestari og í Vesturdal innan
við Gilji og víðar. Mikið niður undan Frostastöðum og í
gömlum beitarhúsatóftum ofan við Kúskerpi.
294. Engjavöndur (G. detonsa Rottb.). Aðeins fundinn á sjávar-
bökkunum utan við Hofsós.
295. Gullvöndur (G. aurea H. Sm.). Er allvíða, einkum á bökk-
um við sjóinn og líka oft langt inni í landi. Vex t.d. á brún-
inni á Hrolleifshöfða. Sá eitt sinn nokkur eintök efst í
Tjarnardölum. Er víða í Stíflunni, Hrútagili í Vesturdal,
Þórðarhöfða, Hraunum í Fljótum, í Austurdal og á Tinnár-
seli.
296. Dýragras (Gentiana Nivalis L.). Algengt; var eitt sinn kall-
að digragras, sjá Almanak Þjóbvinafélagsins 1883, bls. 54.
297. Blástjarna (Lomatogonium rotatum A. Br.). Er í Vesturdal
innan við Gilji, í Ábæ í Austurdal og t.d. innst í Hegranesi.
Mikið niður undan Frostastöðum. „Blástjarnan vex víða hér
123