Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 126
SKAGFIRÐINGABÓK
á landi en á hinum Norðurlöndunum er hún hvergi til nema
á yztu ströndum Noregs frá Skútunesi til Sunnmæris. A
þessu svæði er veðrátta mjög mild, — meðalhiti í janúar nál.
2 stig, en fellur illa að útbreiðslu hennar að öðru leyti. Vex
t.d. hátt til fjalla á Pýreneaskaga. I Noregi vex hún einvörð-
ungu þar, sem mannabyggð er. Á eyjum „fyrir vestan haf“
vex hún einnig, þ.e. fyrir vestan Norðursjó. Helzt er álitið
að fræ plöntunnar hafi borizt í heyi, sem fólk flutti með sér
handa fénaði sínum yfir hafið.“ (Sunnudagsblad Tímans, III
(1964), bls. 1059; stytt).
298. Reiðingsgras (Menyanthes trifoliata L.). Víða.
Möðruættin (Rubiaceae)
299. Þrenningarmaðra (Galium brevipes Fern. & Wieg.). Fann
hana aðeins á einum stað, við tjarnirnar út og niður frá
Hraunum á mosavöxnum bryddingum. Við eina þessara
tjarna er bæði skjólsælt og rakt, og þar bregst hún varla,
smávaxin og fínbyggð.
300. Gulmaðra (G. verum L.). Algeng.
301. Hvítmaðra (G. Normanii O. Dahl). Algeng á holtum og
innan um grjót.
302. Laugamaðra (G. uliginosum L.). Er í gljúfrunum á Gils-
bakka og í Merkigili. Er í Hvammsgili, á Tinnárdal og víð-
ar; fundin í átta reitum.
Bláklukkuættin (Campanulaceae)
303. Bláklukka (Campanula rotundifolia L.). Sjaldgæf. Vex á
einum fermetra í Gilsbakkalandi, sbr. Flóru 3 (1965), 122,
og nálægt Helluárfossi í Blönduhlíð. Hefur og fundizt við
sumarbústað á Silfrastöðum.
304. Fjallabláklukka (C. uniflora L.). Fundin á einum stað í
Skagafirði, þ.e. á Sólheimafjalli í um það bil 850 m hæð,
sunnarlega og að vestanverðu.
Körfublómaættin (Compositae)
305. Þistill (Cirsium arvense Scop.). Melbreið í Stíflu (við þjóð-
veginn), Glæsibæ í Sléttuhlíð (við þjóðveginn) og heima á
Yzta-Mói.
124