Skagfirðingabók - 01.01.1988, Side 127
HÁPLÖNTUFLÓRA SKAGAFJARÐARSÝSLU
306. Grámulla (Gnaphalium supinum L.). Víða mikið, einkum
til fjalla.
307. Grájurt (G. silvaticum L.). Svarðarlækjargilið á Lundi (G.
Sig.) og í sunnanverðum Þórðarhöfða.
308. Fjandafæla (G. norvegicum Gunn.). Fundin á Hraunum í
Fljótum, í Stíflu og í Holtsdal. A Barði í Fljótum (H. Hg.),
Olafsfjarðardal og í Gilsbakkalandi, en er annars staðar
fremur sjaldgæf.
309. Vallhumall (Achillea millefolium L.). Víða við bæi og jafn-
vel kringum eyðibýli eins og t.d. Kappastaði í Sléttuhlíð.
310. Silfurhnappur (A. ptarmica L.). Slæðingur, sem vex heima
við bæi á Lundi í Stíflu, Barði í Fljótum og t.d. á Felli í
Sléttuhlíð.
311. Baldursbrá (Tripleurospermum maritimum Koc.). Allvíða
kringum byggð ból, á Löngumýri, Silfrastöðum og t.d. í
Málmey.
312. Gulbrá (Matricaria matricarioides Porter). Slæðingur við
bæi, t.d. á hlaðinu á Stóru-Reykjum og á Miklabæ í Blöndu-
hlíð.
313. Jakobsfífill (Erigeron boreale Simm). Algengur.
314. Fjallakobbi (E. uniflorum L.). í Stíflu í Fljótum, Bjarna-
staðahyrnu í Unadal, á Gilsbakkafjalli, Merkigilsfjalli, á
Elliðanum, á Hlíðarfjalli og í Seljadalsbotni, reit nr. 5043.
315. Snækobbi (E. humile Grah.). Hnjúkurinn sunnan Hrepps-
endaskarðs í um það bil 900 m hæð (G. Sig.) og á Gils-
bakkafjalli (Hj. Kr.).
316. Túnfífill (Taraxacum spp.). Algengur og oft mjög hátt yfir
sjó.
317. Skarifífill (Leontodon autumnalis L.). Algengur um allt.
318. Hjartafífill (Crepis paludosa Moench.). Fundinn við Mikla-
vatn í Fljótum, bæði á Hraunum og Illugastöðum, og stutt
ofan vegar hjá Gilslaug. I brekkunum á Lundi í Stíflu (G.
Sig.), á Barði (H. Hg.) og víðar.
319. Islandsfífill (Pilosella islandica A. Löve). Algengur.
Undafíflar (Hieracium)
320. Arinfífill (H. aquiliforme Dt.). A Almenningum í Fljótum.
125