Skagfirðingabók - 01.01.1988, Side 129
HÁPLÖNTUFLÓRA SKAGAFJARÐARSÝSLU
339. Vörtufífill (H. subobtusum Dt.). Á Hraunadal og við Gils-
laug í Fljótum.
Hér með er þessu lokið, og tel ég fremur litlar líkur til, að
við þetta bætist nokkuð að ráði. Raunar er aldrei að vita,
hvað tíminn kann að fela í sér. Og það mundi gleðja bæði
mig og ýmsa fleiri, ef einhver kæmi nú fram, sem ætti eftir
að bæta um þetta.
Auðvitað hefi ég notið aðstoðar og vona, að það komi
nægilega skýrt fram í plöntuskránni.
Skagfirðingar hafa nú eignazt glæsilegt skólaheimili þar
sem Varmahlíðarskólinn er. Honum hefur verið lyft svo
hæfilega upp frá flatneskjunni, að táknrænt má kalla. Þar
verður safnið geymt.
Þegar ég er um það bil að hætta þessum gróðurathugun-
um, mætti e.t.v. bæta hér við frásögn af einum eða tveimur
dögum, til að sýna, ef hægt væri, hvernig svona „laxveiði-
túrar“ geta gengið. Ferðirnar eru vitaskuld orðnar allmarg-
ar, þar sem ég ætlaði mér lengst af að fara a.m.k. tvisvar í
hvern reit. Hefi ég þannig skoðað meiri hluta sýslunnar all-
rækilega. Og þótt manni kunni að sjást yfir eina og eina
tegund, kemur hún þá að öllum líkindum fyrir í næsta reit.
Þann 26. júní 1980 samdist svo með mér og þeim ábúend-
um, sem þá voru á Merkigili í Austurdal, að ég kæmi þang-
að með mínum hjálparmönnum þann 9. júlí og við fengjum
þar gistingu. En er við komum inneftir tiltekinn dag, var
enginn heima nema hin aldna húsfreyja staðarins, Monika
Helgadóttir. Bóndinn, Helgi Jónsson, sem keypti jörðina af
henni fyrir nokkrum árum og nú býr þar, var í vegavinnu
með Stefáni Þorlákssyni frá Gautlandi í Fljótum, og voru
þeir að lagfæra veginn inn að Abæ.
Næsta morgun kom Hjörleifur á Gilsbakka til móts við
okkur að Merkigili, og svo fórum við öll á bíl Stefáns inn að
Ábæ, en þangað var Helgi Jónsson farinn á undan okkur á
127