Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 130
SKAGFIRÐINGABÓK
hesti, sem hét Börkur, og var hinn ötulasti, þótt orðinn væri
21 vetra. Þar setti hann pjönkur okkar í nokkra plastpoka og
súrraði í hnakkinn, teymdi svo hestinn inn að Tinnárseli,
þar sem við tjölduðum. Þar sneri hann við og kvaðst mundu
hefta klárinn við Abæ og hafa hann þar til laugardags, en
þann dag skyldi hann sækja okkur Eirík á Selið. Raunar
slapp Börkur út af völdum einhverra hestamanna, sem
þarna fóru um.
Af Hjörleifi er það að segja, að hann skildi við okkur
fyrir utan Ábæjará klukkan 9 um morguninn og gekk upp á
Miðhúsadal, upp úr honum inn Þverárdal, norðaustur fyrir
botn hans vegna kletta í brúnum dalsins og síðan suðaustur
yfir hálendið í stefnu á Illagil í Tinnárdal. Gerði hann ráð
fyrir að verða átta tíma á leiðinni, og samkvæmt því áætluð-
um við að hittast um klukkan 5 í Illagili. Við vorum þrjú,
sem fórum inn í Tinnársel, sá sem hér heldur á penna, Anna
kona hans og dóttursonur þeirra, Eiríkur Haraldsson á 13.
ári. Frá Selinu fórum við klukkan hálf tólf og vorum þá
búin að tjalda, gengum svo inn að Illagili, og þar tókum við
okkur bita klukkan þrjú. Anna tók mynd af gilinu og sneri
svo við út í tjald, en við Eiríkur klifruðum upp botn þess
við nokkra lífshættu, að mér þótti, þar sem það fellur á
stórgrýttum flúðum og allbratt í klettaþröng, en báðum
megin eru klettaþil. Ráðlegast mun að ganga upp með gilinu
að vestanverðu, svo niður í það og yfir í eystri bakkann, og
er það auðvelt. Einhvers staðar þar uppi munu surtar-
brands- eða mókolalögin vera.
Frá vestari bakkanum komum við loks auga á tvær smá-
þyrpingar af steinbrandi, allhátt í austari bakkanum. Var þar
svolítið af lausum stykkjum í 10-20 metra breiðri líparít-
skriðu, sem heldur illt var að fara upp. En er við höfðum
náð sýnishornum svo sem við töldum okkur menn til að
bera, fikuðum við okkur upp á eystri bakkann. Sýnishorn af
128