Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 131
HÁPLÖNTUFLÓRA SKAGAFJARÐARSÝSLU
þessum „surtarbrandi“ eru nú í náttúrugripasafninu í
V armahlíðarskóla.
Rétt á eftir var hátt hóað á vestari bakkanum. Var þá
Hjörleifur þar kominn, og stóð því allt á endum, þar sem
klukkan var nákvæmlega fimm, eins og um var talað. Því
miður hugkvæmdist mér ekki að fá Hjörleif yfir í eystri
bakkann til að reyna að finna brandinn í föstu lagi og þá að
mæla hann.
Eg tel alls engum erfiðleikum bundið að fara í Illagil og
skoða það nánar þegar þangað er komið. Erfiðleikar okkar
Eiríks stöfuðu einungis af ókunnugleika. Eg hefi ekki metið
flúðirnar rétt. Neðan frá að sjá virtust þær miklu styttri en
raun varð á. Klettaþilin, sem ég nefndi áðan, eru einnig í
nánd við flúðirnar og meðfram þeim. I sambandi við surtar-
brandsleit þarna hefur enga þýðingu að fara upp eftir gil-
botninum. Eg ímyndaði mér fyrst, að bergþilin væru gamlir
gangar, en þau eru ekki beint þessleg, að í þeim sé slíkt berg.
Líklega eru þau samt gömul sprungufylling.
I bók sinni Fótgangandi um fjall og dal segir Rósberg G.
Snædal á þessa leið:
Illagil heitir ofarlega á Tinnárdal að norðan. Þar eru
klettar hrikalegir og tilkomumiklir. Þar kvað vera all-
mikið af surtarbrandi milli berglaganna en illt að kom-
ast að honum. Náttúrufræðingar fyrri tíma hafa haft
mikinn augastað á notagildi hans, því að Eggert Olafs-
son, Sveinn Pálsson og Jónas Hallgrímsson tala um
hann í ferðabókum sínum, og allir heimsóttu þeir
Illagil, en láta mjög illa af ferðinni þangað.
Hvernig sem ég hefi leitað í þeim framangreindu ferða-
bókum get ég hvergi séð, að þeir hafi fundið brandinn í
föstu lagi.
Ferðabækur Jónasar og annað, sem hann hefur skrifað í
129