Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 132
SKAGFIRÐINGABÓK
náttúrufræði, er allt á dönsku, nema ýmislegt af því tagi er
einnig í bréfum hans í Ritum II, sem Matthías Þórðarson
gaf út. I þriðja bindi, bls. 273, segir hann aðeins: „Efter
endte Undersogelser paa disse Steder, hvor jeg blandt andet
ikke uden Livsfare havde beset nogle Surtarbrandslag i
Illagil paa Tinnárdalur, som aldrig for havde været under-
sogte, tog jeg op fra det inderste af Austurdalur. . .“. Þetta
mun hafa verið síðla í ágúst árið 1839, og lenti Jónas í
hrakningum vegna illviðra, svo hann veiktist og lá rúmfast-
ur í þrjár vikur. Og hvað sem um alla þá ágætu menn má
segja og athuganir þeirra á surtarbrandinum í Illagili, er
ekkert um það, hvort hann finnst þar í föstu lagi eða ekki.
Jónas segir að vísu „nogle surtarbrandslag“.
Það er fyrst um 1969, að Hjörleifur Kristinsson á Gils-
bakka fer þangað og kvaðst hafa fundið surtarbrandslag í
austanverðu gilinu. Og nú vill svo einkennilega til, að þrátt
fyrir allar ferðirnar í Illagil og frásagnir náttúrufræðinga þar
að lútandi, hefur höfundur margra hinna nýju jarðfræði-
korta okkar, Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur, ekki
merkt það inn á jarðfræðikort sitt, Blað 5. Mið-Island, sem
prentað var árið 1965. Nafn þessa margnefnda gils er ekki
einu sinni á íslandskortum og ekki heldur á ofangreindu
jarðfræðikorti.
I Skagafirði þekki ég engan, sem veit til, að nokkurn tíma
hafi verið reynt að sækja þangað eitt einasta surtarbrands-
sprek til eldsneytis. Raunar virðist mér þetta ekki vera surt-
arbrandur, þar sem þetta er líklegast ekki myndað af trjáteg-
undum, heldur af mó, sem hefur lent undir fargi og kolazt.
Allmikið fannst af stráförum og allbreiðar rákir, sem vel
geta verið eftir stórvaxið fergin. Þegar plöntuleifar finnast
milli hraunlaga, eru þær ýmist orðnar að koli eða þær eru
steinrunnar. En oft eru slík kolalög einnig kölluð surtar-
brandur, sem er þó dálítið villandi.
Tinnárdalur er alllangur og heldur illur yfirferðar, því að
130