Skagfirðingabók - 01.01.1988, Side 134
SKAGFIRÐINGABÓK
Frá Illagili komum við loks klukkan átta um kvöldið út
að Tinnárseli, enda margt að sjá og athuga fyrir svona „sér-
vitringa“, bæði klettarið og líparítskeiðar, að ógleymdum
gróðrinum, sem sums staðar er sérlega fallegur. Bættust t.d.
42 tegundir á flóruspjaldið þennan dag, reit nr. 5146. Var
um helmingur frá hvorum aðila, Hjörleifi annars vegar og
okkur Eiríki hins vegar. Innarlega á dalnum var allafbrigði-
leg rjúpustör.
Er við komum út í Tinnársel, vorum við búnir að vera
um 11 tíma á göngu, fara um 20 km og haft margt að skoða
og athuga. En nú áttu þau Anna og Hjörleifur eftir að ganga
út að Abæ til móts við Stefán á jeppanum góða, sem ætlaði
að vera þar kl 10-11 um kvöldið til að flytja þau út í Merki-
gil, og það stóðst. Þau fóru frá Selinu klukkan átta og hálf
til níu; hún heldur á undan.
Hér má vel skjóta því inn, að stuttu eftir að þau Anna og
Hjörleifur komu út að Merkigili, bar gesti að garði. Komu
þangað tvenn hjón auk bílstjóra, og var önnur konan dóttir
Moniku. Var nú setzt að drykkju (aðallega kaffi) og sungið
og spilað til klukkan sex næsta morgun. Kom sér vel, að
orgel er á heimilinu og að Stefán á Gautlandi er músíkalskur
í bezta máta, eins og hann á kyn til. Glamraði hann á orgel-
ið alla nóttina og fór svo til sinna starfa klukkan átta. En af
Hjörleifi er það að segja, að er hann kom loks heim til sín út
að Gilsbakka eftir sólarhrings reisu, var hann búinn að týna
milliskyrtunni sinni! En allt fór vel að lokum, og allir stóðu
við sitt.
Þessa sömu nótt vorum við Eiríkur tveir í tjaldinu, eins
og ráð var fyrir gert, og leið okkur alveg ljómandi vel. Sváf-
um við til klukkan níu næsta morgun og fórum svo að fika
okkur upp Tinnárfjallið um klukkan ellefu. Vorum við að
skoða það og mæla í sex klukkutíma. Fundum við nú marg-
ar tegundir háplantna á okkar leið. Má þar t.d. nefna mela-
sól, eyrarrós, sótstör, kollstör, fjallastör og margar aðrar
132