Skagfirðingabók - 01.01.1988, Qupperneq 135
HÁPLÖNTUFLÓRA SKAGAFJARÐARSÝSLU
tegundir mjög þroskalegar við lækina og í urðargjótum. Svo
skoðuðum við m.a. tvo litla hella í Tinnárselshnjúk í um
það bil 500 m hæð. Þeir eru 5x8 m sá stærri og manngengur
fremst, en hinn er 2/2x5 m. Báðir lækka þeir mjög er innar
dregur. I þeim er mikið af sauðataði, meira en 100 ára gömlu
eftir sauði Guðmundar bónda í Abæ, sagði Hjörleifur okk-
ur. Við Eiríkur tókum svolítið af því í plastpoka til að hafa á
pottablóm, því að Hjörleifur sagði okkur einnig, að það
væri mjög gott til þess — það hefðu frúr á Sauðárkróki reynt
fyrir hans tilstilli!
Næst gengum við svo norður fyrir klettanef eitt frá hell-
unum og upp gegnum skarð, sem þar er í brúninni. Á hægri
hönd í klettum skarðsins er mjög fallegt tinnubergslag, um
80 cm á þykkt og um níu m á lengd. A kafla er það nokkurn
veginn lárétt, en sveigist svo upp. Berglag þetta er dökkgrátt
að lit og brotfletir steinanna úr því dálítið öldóttir. Við tók-
um sýnishorn, og er moli af því í náttúrugripasafninu í
Varmahlíðarskóla.
I þessu sambandi vil ég einnig benda á Ferðabók Sveins
Pálssonar, bls. 120-121, og Ferðabók Eggerts og Bjarna, II,
bls. 25. I hinni síðarnefndu er minnzt á tinnujaspis og sagt,
að tegund þessi sé einkennileg að því leyti, að hún myndi
þykkt lag uppi í Tinnárfjallinu. Er talað um 5 feta þykkt lag,
en það hlýtur að vera ágizkun nema annað lag sé þar að
finna, sem ég hefi ekki rekizt á. Helzt hallast ég að því, að
þetta sé ekki steintegund, heldur sérkennilegt berg. Þess má
líka geta, að þarna innfrá finnast allvíða svartir steinar, sem
fólk kallaði áður fyrr tinnu, og dalurinn mun draga nafn af,
en það er afbrigði líparíts, svonefndur biksteinn.
Um það bil 300 m norðan við umrætt skarð, mældum við
Eiríkur hæð stuðlabergsins, sem reyndist 24 m. Hæðina
mældum við með því að kasta nælongarnshnotu fram af
klettunum eftir að hafa fest endann um stein á brúninni. Fór
Eiríkur svo niður fyrir að hnotinni og skar sundur, en ég
133
/