Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 138
SKAGFIRÐINGABÓK
son frá Húsabakka. Hann kenndi bændasonum einn vetur,
en hóf þá búskap í Tungukoti í Bólstaðarhlíðarhreppi með
Kristvinu Kristvinsdóttur, konu sinni. Þau áttu síðar bú í
Blöndudalshólum, eignarjörð.
„Kennarinn fær ókeypis húsnæði, ljós, hita, kost og þjón-
ustu og 200 kr. þóknun.“ Að breyttu breytanda gæti þessi
auglýsing hafa birzt í blöðum síðastliðið sumar - að frá-
töldu gylliboði um þjónustu!
2
HOF í SKAGAFJARÐARDÖLUM, 24 bndr., ágæt
fjárjörð, er laus til ábúðar í vor med mjög aðgengileg-
um leiguskilmála. Menn snúi sér til herra óðalsbónda
B. Þorkelssonar á Sveinsstöðum í Goðdalasókn.
Lýður 22. janúar 1889
Svona var auglýst 1889, í lok harðindaáratugar. Björn Þor-
kelsson var með ríkustu bændum í Skagafirði á sinni tíð og
átti jarðir, eins og þá var háttur efnamanna, auk silfurs.
Björn hafði sig lítt frammi í sveitarmálefnum, en gaf fé fá-
tæku fólki. Jónatan Stefánsson og Guðríður Ólafsdóttir
fóru frá Hofi í fardögum 1889, og tóku þá við jörðinni
Þorsteinn Sigurðsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir og
komu frá Sölvanesi.
Skyldu margir hafa svarað slíkum auglýsingum? Víst
skorti marga jarðnæði, enda fluttist fólk til Ameríku m.a. af
þeim sökum. Líklega hefur Þorsteinn Sigurðsson aldrei lesið
þessa auglýsingu í Akureyrarblaði, heldur frétt á skotspón-
um, að jörðin væri laus til ábúðar; minni tíðindi fengu víst
vængi. Ef til vill hefur Björn á Sveinsstöðum beinlínis falazt
eftir honum sem leiguliða.
136