Skagfirðingabók - 01.01.1988, Síða 139
ÚR GÖMLUM BLÖÐUM
Þorsteinn Sigurðsson festi ekki rætur á Hofi - færði bú
sitt að Skatastöðum vorið 1902, eignaðist þá jörð og sat hana
til dauðadags. Björn á Sveinsstöðum auglýsti því Hof á nýj-
an leik í árslok 1901:
Jörðin Hof í Dölum í Goðdalasókn, 24.2 hndr., er laus
til ábúðar í nxstu fardögum með mjög haganlegum
kjörum. Agæt sauðjörð. Jarðeplagarður við laugar,
sem gefa mikið af sér. Töðufall dágott. Lysthafendur
snúi sér til Björns bónda á Sveinsstöðum í Goðdala-
sókn.
Norðurland 24. desember 1901
Nú fór á stúfana Jósef Jósefsson, sem einmitt varð að láta
lausa Skatastaði í hendur Þorsteins Sigurðssonar. Hann
keypti Hof og fluttist þangað með föggur sínar og fénað,
eignaðist jörðina. Kona hans var Sæunn Jónsdóttir frá Stafni
í Deildardal, og bjuggu þau á Hofi til 1921, bollokuðu síðan
í Tungukoti eitt ár, en færðu sig svo út á Krók.
Hólastóll átti Hof, þegar kostir og einkum gallar jarðar-
innar voru tíundaðir fyrir Jarðabókina 1713. Þá var kvik-
fénaður í búi bónda fjórar kýr, ein kvíga geld, tvö naut
þrevetur og eitt veturgamalt, ær 117, 80 sauðir tvævetra og
eldri, en 70 veturgamlir, 14 hross á ýmsum aldri. „Fóðrast
kann iiii kýr, i geldnaut, xl lömb, hinu vogað á útigang.“
„Túninu grandar bæjarlækurinn með grjóts og leirs áburði,
engjunum bæði lækir með grjótsáburði og skriður úr fjalli.
Hætt er kvikfé fyrir jarðföllum og hrapa úr klettum."
,Agæt fjárjörð’, ,mjög haganleg kjör’, ,jarðeplagarður við
laugar’, ,töðufall dágott’. Auglýsingar eiga að orka á lesand-
ann, lýsa staðreyndum, þegar bezt lætur, og gylla þær. Og
ekki verður Björn á Sveinsstöðum vændur um að oflofa jörð
sína, ef lesnar eru til samanburðar fasteignaauglýsingar í
blöðum á okkar tíð. Hof í Dölum var ágæt fjárjörð, „eitt af
137