Skagfirðingabók - 01.01.1988, Side 142
SKAGFIRÐINGABÓK
Slíkt var síður en svo einsdæmi. ,Tapaðist . . . í sumar’ og
auglýsingin birtist undir veturnætur. Þetta var á þeim dög-
um, þegar tíminn leið í eyktum og árstíðum, og menn mið-
uðu verkalok við vetur eða vor. Þá var ekki tiltökumál að
biðja finnanda að skila týndum hesti að Mælifellsá í Skaga-
firði, jafnvel þótt hlaupinn væri í aðra sýslu.
5
Óveitt Fagranes meb annexíunni Sjávarborg í Skaga-
firði, metið 250 rd. 19 sk. ... Prestssetrið Fagranes
befir tún og engjar barðlent, grýtt og graslítið, sumar-
haga lélega, en vetrarbeit notagóða. 1 meðalári fóðrar
það 3 kýr, 50 ær, 50 sauði og 6 hross; af útkirkjunni
gjaldast 60 pd. smjörs og úr jarðabókarsjóði andvirði
120 pd. smjörs; tíundir eru 204 áln., dagsverk 13,
lambsfóður 34, offur ekkert; sóknarmenn eru 250 að
tölu.
Þjóðólfur 11. marz 1871
Þessi frétt birtist í Reykjavíkurblaði síðla vetrar 1871, en þá
fór frá Fagranesi sr. Magnús Thorlacius, er hann fékk
Reynistaðarþing og bjó á Hafsteinsstöðum. Hann þjónaði
þó Fagranessókn til 1875, því enginn klerkur fékkst út á
Reykjaströnd fyrr en 1875, er Olafur stúdent Olafsson sett-
ist í brauðið eitt ár.
Prestar þágu hluta launa sinna af ,hinu opinbera’, úr
jarðabókarsjóði, sem var eins konar ríkissjóður. Að öðru
leyti stóðu sóknarbörn undir launum klerka sinna.
Tíundirnar, ásamt 13 dagsverkum og 34 lambsfóðrum
voru talsvert fé og fyrirhöfn, og sjálfsagt hefur bændum og
öðru búaliði verið lítil aufúsa að inna slíkar kvaðir af hendi,
hvað þá þurrabúðarfólki á Króknum, þegar því fjölgaði.
140