Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 143
ÚR GÖMLUM BLÖÐUM
Prestar í gömlum skáldsögum, bæði frá rómantík og
raunsæi, eru margir kaldlyndir og ágjarnir. Kannski líkaði
lesendum sú mynd, af því að sumir prestar gengu hart eftir
þessum gjöldum, jafnvel þótt þeir væru vel í álnum og sætu
á vildisjörðum.
Offur var „gjöf til kirkju eða kennimanna, greidd af
frjálsum vilja eftir efnum manna“ segir í uppsláttarriti, og
„1782 var kveðið svo á, að á helztu stórhátíðum kirkjunnar
skyldu biskupar, konunglegir embættismenn, auðugir
bændur og kaupmenn gjalda prestum offur. . .“ ,Offur ekk-
ert’ segir hins vegar í frétt og hefur vísast ekki hvatt presta
til að sækja um brauð norður þar.
6
SELDIR MUNIR
Sumarið 1900 kom fyrir á Sauðárkróki af strandferða-
skipunum poki með 100 pd. af hálfgrjónum, sem merki
var slitið af. Einnig ómerktur kassi með „Tarínu",
hrotinni leirkónnu og fleiru af brotinni leirvöru o.fl.
Sömuleiðis kom fyrir mestliðið vor í sölubúð kaup-
manns V. Claessens á Sauðárkróki lítill sjalklútur og 3
álnir af lérefti.
Munir þessir voru seldir á uppboði 4. maí s.l. og
mega þeir, sem geta helgað sér þá, vitja andvirðisins til
undirritaðs að frádregnum auglýsinga- og uppboðs-
kostnaði.
Sauðárhreppi, Veðramóti 14. nóvember 1901
Björn Jónsson (hreppstjóri)
Norðurland 10. desember 1901
141