Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 145
EINAR í FLATATUNGU
OG FRIÐFINNUR Á EGILSÁ
eftir GUÐMUND L. FRIÐFINNSSON á Egilsá
ElNAR Jónsson í Flatatungu var nágranni okkar á Egilsá, og
voru þeir faðir minn, Friðfinnur Jóhannsson, og hann alla
stund þvílíkir vinir, að þar gekk naumast hnífurinn á milli.
Ymislegt var líka sameiginlegt með þessum tveimur mönn-
um, þótt ólíkir væru þeir um annað. Báðir voru þeir sjálfs-
eignarbændur og höfðu unnið sig upp í sæmileg efni með
ráðdeild og ærnu erfiði. Báðir voru þeir sér um ýmislegt,
jafnvel einkennilegir, en þó á þann hátt, er hóf þá yfir
meðalmennskuna og gaf þeim persónulegri og litríkari blæ.
Eg hef áður lýst föður mínum og bæti þar litlu við.1 Ein-
ari í Flatatungu hefur hins vegar aldrei verið lýst nema stutt-
lega í Skagfirzkum œviskrám2, en að mínum dómi var Einar
merkur maður, þótt aldrei léti hann mikið á sér bera á opin-
berum vettvangi.
Einar var Eyfirðingur, fæddur að Þverá í Öxnadal 6. júní
1863. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Einarsdóttir og
Jón Olafsson bóndi á Þverá og Hrauni, Jónassonar bónda í
Hrauni. Kona Olafs í Hrauni og amma Einars var Jóhanna
(Hrauns-Jóka), fædd 1791, skrifuð Einarsdóttir, en almennt
1 Örlög og tsvintýri, I. og II. bindi, Ak., 1984 og 1985.
2 I. bindi 1890-1910, bls. 57-58. Ak„ 1964.
143