Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 146
SKAGFIRÐINGABÓK
talin laundóttir Jóns prests og skálds Þorlákssonar á Bægisá
og m.a. byggt á vísu séra Jóns:
Jómfrú Jóhanna,
hann Jón og hún Anna,
það er ei meir um það.
Það eru þínir smiðir,
því er von þú iðir
úr einum í annan stað.
Jóhanna í Hrauni var skörungur mikill og búsýslukona,
enda talin dugleg. Hún var greind vel og ágætlega skáld-
mælt. Fremur ung að árum tók hún hluta af jörð til ábúðar
og hóf þar búskap, þá ógift, og mun hafa verið óvenjulegt á
öðrum tug nítjándu aldar (1818). Og eftir lát manns síns,
Olafs Jónssonar, bjó hún góðu búi í Hrauni um margra ára
skeið.
A búskaparárum sínum mun hún hafa átt í nokkrum úti-
stöðum við nágranna og sambýlismenn, því ekki bjó hún
alltaf ein í Hrauni eftir að Ólafur lézt, en hann drukknaði í
Hörgá haustið 1831. Eiður Guðmundsson segir svo frá, að
Olafur hafi verið „búhöldur mikill . . . góðlyndur hæglætis-
maður, góðgjarn og í meðallagi greindur, heiðursmaður í
hvívetna . . . reyndi jafnan að aftra henni, er á henni var
versti gállinn, en varð þar ekkert ágengt. Hafði Jóhanna orð
hans að engu og fór sínu fram, hvað sem hann sagði.“' Þegar
Hjálmar Jónsson (Bólu-Hjálmar) varð nágranni hennar á
Bakka, sló fljótlega í brýnu með skáldunum, eru vísurnar
ærið klámfengnar og ekki heflaðar. Fleiri kváðust á við Jó-
hönnu.
Einar ólst upp hjá foreldrum sínum og mun aldrei hafa
liðið skort, enda voru forfeður hans búmenn góðir, a.m.k. í
karllegginn, og Hraunsheimilið vel á vegi statt efnalega.
1 Búskaparsaga í Skriduhreppi forna, Ritsafn II, bls. 46-50. Ak. 1983.
144