Skagfirðingabók - 01.01.1988, Side 148
SKAGFIRÐINGABÓK
einhverja útborgun hafi verið að ræða, en talið er raunar, að
Einar hafi tekið lán. Ekki munu þó mjög langir tímar hafa
liðið, þar til hann var skuldlaus orðinn, og sýnir þetta allt
fyrirhyggju og dug, sem voru einkenni Einars alla stund.
Arið 1901 kvæntist Einar Sesselju Sigurðardóttur. Hún
var skagfirzkrar og eyfirzkrar ættar og hafði áður verið bú-
stýra hans. Sesselja var búsýslukona, starfsöm og hélt fólk-
inu til vinnu. Hún var kona heldur smávaxin, grannleit og
fremur fríð sýnum. Skapmikil var hún talin, en raungóð,
ekki vinmörg en trygglynd. Hlédræg vár hún og heimakær.
Ekki sóaði hún eignum þeirra hjóna um nauðsyn fram.
Flatatunga er landnámsjörð og stórbýli að fornu og nýju.
Kirkja var þar á öldum áður, en óvíst hvenær hún var reist
eða lögð niður. I Flatatungu var vel húsaður bær, byggður
að mestu eða öllu af Gísla Stefánssyni, sem bjó þar 1828-72
og oftast stórbúi. Fjögur burstaþil vissu að bæjarhlaði og
horfðu til vesturs. Bæjardyr voru stórar að þeirrar tíðar
hætti og stofa sunnan megin með tveimur gluggum, ekki
litlum. Innar af stofu var lokrekkja með vængjahurð og litlir
koparhringir í hvorri. Trúlega hefur stofa þessi verið 6x6
álnir að stærð. Oll var hún máluð og tvílit, blátt loftið og
veggir niður til miðs. Þarna voru danssamkomur haldnar í
mínu ungdæmi, og var víst ekki nýmæli, því Stefán Jónsson
á Höskuldsstöðum segir í sagnaþáttum um Flatatungu-
menn, að þar hafi fyrst verið stiginn dans í Skagafirði í
mikilli brúðkaupsveizlu, sem haldin var í Flatatungu 12. maí
1862. Þá voru þar gefin saman í hjónaband þrjú börn Gísla
Stefánssonar, sem áður er getið, og Önnu Jónsdóttur konu
hans.1
Aldrei sá ég Einar dansa, en þarna dansaði Hjörleifur
1 Ritsafn II, bls 42. Rv. 1985. Heimildarmaður Stefáns var Sveinn Eiríks-
son frá Skatastöðum, fróðleiksmaður, minnugur og sagnamaður ágæt-
ur.
146