Skagfirðingabók - 01.01.1988, Side 150
SKAGFIRÐINGABÓK
baðstofu voru tvö „hús“, eins og kallað var. Voru þau á lítið
eitt hærra gólfi, af sömu breidd og baðstofa og um það bil
rúmlengdin. Eitt rúm var norðanmegin í því fremra, sem
kallað var Miðhús, en tvö í því innra, og var það svefnhús
hjóna. Vestur af baðstofu var og „hús“, nokkru stærra en
hin og kallað Vesturhús. Þar var oft vistarvera húsfólks. Yfir
baðstofudyrum minnir mig að væru ein eða tvær fjalir út-
skornar, líklega úr Þórðarskála. Allur var þessi bær vel
byggður, þykkir veggir, haglega hlaðnir og viðir allir sterk-
legir, entist líka vel.
Einar var fríðleiksmaður og snyrtimenni, heldur í lægra
meðallagi á vöxt, en sívalur og nokkuð gildur, svaraði sér
vel. Hann var beinvaxinn, djarfmannlegur og bar sig vel.
Fjörmaður var hann svo mikill, að naumast virtist hann
nokkru sinni geta verið kyrr. Eitt af því sérkennilega við
Einar var það, að andlitsvöðvar voru tíðum á hreyfingu.
Ekki var það þó ósjálfrátt. Oftast birti andlitið hýru eða
bros, sem fór honum fremur vel. Stundum brá þó til djúprar
alvöru og ýmislegra hughrifa þar í milli í samræmi við skap-
höfn. Hann var einarður í framkomu og bar klæði sín vel,
hvernig sem voru. Raunar var hann glæsimenni að eðlisfari
og hefði eflaust sómt sér vel á bekk með svokölluðum heldri
mönnum, enda höfðingjadjarfur.
Einar var skarpgreindur, fagureygur, fljótur'að hugsa og
óragur að taka afstöðu. Jafnan hélt hann þá fast á sínu máli
og þoldi illa andmæli. Aldrei varð honum orðfátt. Innst inni
mun hann hafa verið alvörumaður, þó jafnan glaðvær og
þægilegur í viðmóti, gat verið ræðinn. Hann fylgdist vel
með, einkum þó sveitarmálum og stjórnmálum, jafnt inn-
lendum sem erlendum. Þó gaf hann sig aldrei mikið að op-
inberum málum. Líklega var hann einstaklingshyggjumað-
ur.
Einar var ákaflega örlyndur, gat beinlínis funað upp, og
var þá allur líkaminn á umtalsverðri hreyfingu. En svo sátt-
148