Skagfirðingabók - 01.01.1988, Side 152
SKAGFIRÐINGABÓK
Fjarri fór því, að hann væri frábitinn skáldsögum. Líklega
var hann „alæta“ á bækur. Stundum var víst lesið upphátt á
kvöldvökum í Tungubaðstofu, og sat þá lesari gjarna nálægt
lampa í fremri dyrum Miðhúss. Annars var tóskapur stund-
aður af kappi á vetrum, því eins og á flestum bæjum var
búið að heimafengnu í Flatatungu, svo sem föng unnust til.
Vetur hvern óf Einar voðir til fatagerðar heimafólks, innst
sem yzt, og sótti það verk af kappi, eins og honum var
lagið.
Algengasti hversdagsbúnaður Einars var mórauð vað-
málsföt heimasaumuð, sokkar gyrtir utanyfir buxur og
spennt um fótólum fyrir neðan hné. Á svipaðan veg var
hversdagsbúnaður flestra karla á þeirri tíð, fötin ýmist
mórauð eða grá og fylgdi jafnan vesti. Að kvöldi, þá lokið
var gegningum og menn seztir inn, fóru þeir úr utanyfir-
sokkum og settu upp kvöldskóna (brydda sauðskinnsskó).
Höfðu þó flestir buxurnar utanyfir sokkum, sem tíðast voru
mórauðir þelsokkar og náðu til hnés. Að einu leyti var þó
hversdagsbúnaður Einars frábrugðinn. Hann gyrti sig leð-
urbelti, en flestir notuðu axlabönd. Ekki voru fótólar heldur
algengar.
Spariföt Einars voru svört, úr efni sem kallað var
„kambgarn“. Þetta voru sögð brúðkaupsföt hans og þá frá
árinu 1901. Þessum fötum klæddist hann, þegar hann sótti
kirkju, sem ég held að ekki hafi verið mjög oft, a.m.k. á efri
árum. Aldrei sá ég hann með hálstau, heldur brjósthlíf, sem
þá var nokkuð algengt, jafnvel hversdags á vetrum, þá ein-
vörðungu til skjóls.
Ekki veit ég betur en þessi föt entust Einari til æviloka.
Þannig var þetta um fleiri á þeirri tíð - auk heldur góð-
bændur. A svipaðan veg var þessu farið um föður minn. Að
vísu man ég sem lítill drengur, að Stefán Jónsson klæðskeri
á Akureyri (sá er stofnaði Elliheimilið Skjaldarvík og gaf
síðan Akureyrarbæ) saumaði föður mínum spariföt. Kann
150