Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 154
SKAGFIRÐINGABÓK
þurftu þeir heldur vímuefni til að gleyma sér við samræður
um fjölbreytileg efni. Vel man ég, að Einar kom fram í
Egilsá til að ræða við pabba um mál dagsins, til dæmis, ef
hann taldi hreppsmál fara miður vel úr hendi. Eg man, að
Einar orðaði þetta svo, að líklega væri ekki um annað að
ræða en ríða ,onettir’ og skamma þá. Þá hristist Einar allur
og iðaði á rúmbríkinni, því ævinlega sat hann á rúmi pabba
og mömmu, þegar hann kom. Ekki fóru þeir grannar þó oft
á mannfundi, en ef svo bar undir held ég þeir hafi ævinlega
orðið samferða. I kaupstaðarferðum, einkum þó „vöruferð-
inni“ á sumrin, urðu þeir oft samferða, og báðir verzluðu
þeir við sama kaupmann. Kannski var það vináttan. En ein-
hvern veginn finnst mér þeir hafi fylgzt að málum nær und-
antekningarlaust. Þó voru báðir ákaflega sjálfstæðir, raunar
einráðir, svo í þessu er nokkur þversögn. En víst er, að
pabbi sótti ýmislegt til Einars og Einar til pabba.
Þó faðir minn hefði kjark og sjálfstraust svo ekki þyrfti
um að bæta, var honum þess þó mjög vant varðandi bréfa-
skriftir. Þó hafði hann læsilega rithönd og ekki ósnotra.
Sömuleiðis var honum gefin stílhæfni, sem bezt sést á rit-
smíð hans Af gömlum blöbum,’ en stafsetningarreglur voru
honum gersamlega framandi, og eftir stafsetningu lagði
hann sig heldur aldrei, þó undarlegt sé, þar eð hann reyndi
alla ævi að auka þekkingu sína og bæta sér upp mennt-
unarskort með lestri góðra bóka, en þess saknaði hann
mjög. Og oft heyrði ég hann fara með vísupart, sem er
svona:
Menntunar fór mis við arf,
má því löngum trega. . .
Sjálfsagt var þetta ástæðan fyrir því, að fremur sjaldan held
1 Birtist í Heimdraga, II. bindi, Rvík 1965, og aftur í bók minni Örlög og
tevintýri, fyrra bindi, Ak. 1984, undir nafninu „Tréstaðaskóli".
152