Skagfirðingabók - 01.01.1988, Síða 155
EINAR f FLATATUNGU OG FRIÐFINNUR Á EGILSÁ
ég hann hafi skrifað sendibréf sjálfur, en fór ætíð til Einars,
sem brást fljótt og vel við í þessu sem öðru. Þegar menntun
Einars hjá þeim Bægisárfeðgum barst í tal, fannst mér ávallt
gæta einhverrar virðingar í orðum og látbragði pabba. Hins
vegar leitaði Einar til pabba varðandi ýmislegt annað, og oft
báru þeir ráð sín saman. Þótt pabbi væri heimakær eins og
Einar, gerði hann sér þó stundum ferð í Tungu, og held ég,
að oft hafi verið lítið erindið annað en blanda geði við Ein-
ar. Báðir töluðu þeir harða norðlenzku og fallegt mál.
A þessum árum var margt af gömlu fólki í Tungu og
dauðsföll nokkuð tíð. Þá var ekki einasta, að pabbi smíðaði
líkkisturnar, heldur var ávallt sent eftir honum til að ganga
úr skugga um, að manneskjan væri látin. Þetta var því und-
arlegra fyrir það, að Einar fór eitthvað með meðöl og lækn-
isdóma, þótt í smáum stíl væri, en vel man ég, að sótt var til
hans lungnabólgumeðal. Eg held það hafi heitið „Brióní“.
Einar var ákaflega varkár og kannski ekki laus við ótta um
kviksetningu. Þetta hefur því líklega verið öryggisráðstöfun,
þar eð hann vissi, að pabbi var úrræðagóður og ódeigur að
gefa dánarvottorðið, þó líklega væri það aldrei skriflegt. I
framhaldi af þessu var pabba falið að veita nábjargir, „leggja
til“ líkið, slá saman líkfjölum og sjá um að bera fram, því
ávallt stóðu lík uppi í dansstofunni í Tungu. Ævinlega var
pabbi við kistulagningu og bar loks til grafar ásamt öðrum.
Eg held hann hafi borið til grafar að minnsta kosti þá, sem
hann smíðaði utan um. Þetta varð víst að venju.
Faðir minn leitaði til Einars um fleira en bréfaskriftir. Ef
einhver mikil vandamál bar að höndum, held ég hann hafi
leitað álits Einars. Hins vegar held ég pabbi hafi oft verið til
kvaddur varðandi smíði, húsagerð og annað slíkt. Og oft
var hann dag og dag í Tungu að ýmiss konar smíði og lag-
færingum. Hins vegar var ævinlega komið frá Tungu með
stórviði, sem þurfti að kljúfa. Þá voru þessi tré sett niður
um strompinn á fjósmæninum, skorðuð þar og flett. Pabbi
153