Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 156
SKAGFIRÐINGABÓK
átti grindasög mikla og stórtennta og með henni var sagað af
tveimur. Hrossagöngu fékk pabbi hjá Einari og engi til
slægna að minnsta kosti einu sinni, kannski tvisvar. Aldrei
held ég þetta hafi verið metið til verðs á hvoruga hlið. En
svona gekk þetta og kom víst báðum vel.
Einhvern tíma heyrðist, að vinnumenn í Tungu vitnuðu
til orða pabba um eitthvað, sem þá greindi á við Einar,
sögðu að Friðfinnur hefði sagt þetta, og líklega mundi hann
þó ekki vefengja það sem Friðfinnur segði, og þóttust hafa
þar gott tromp. Þá sagði Einar: „Eg hef nú aldrei haldið því
fram, að Friðfinnur á Egilsá væri alvitur.“ Hins vegar var
algengt orðtak pabba: „Við Einar, við Einar höfum talað
um þetta og teljum þetta. . .“ Að hvoru tveggja þessu var
stundum brosað.
Einn órækasti votturinn um vináttu föður míns og Einars
var það, að þrátt fyrir mikið skap beggja, sem aldrei varð vel
tamið, þá deildu þeir aldrei eða bar neitt í milli utan lítils
háttar eitt sinn, og var það víst mér að kenna. En ekki var
það djúpstæðara en svo, að þeir sættust heilum sáttum sam-
dægurs, áður en þeir skildu. Þetta finnst mér hafi verið mik-
ið happ, því pabbi gat verið talsvert þykkjuþungur, en
þurfti hins vegar drjúglanga stund til að hita sig upp og
verða vondur. En þá munaði líka um það. Til marks um
þetta er saga sú, sem hér fer á eftir og Hjörleifur Jónsson á
Gilsbakka sagði mér. Skrifaði ég hana þá þegar upp orð-
rétta:
Faðir minn bjó á Efri-Rauðalæk á Þelamörk áður en hann
flutti að Egilsá árið 1905 og hélt áfram að hafa aðalviðskipti
sín við Akureyri allmörg ár, enda talið hagstæðara og gerðu
fleiri. A þeirri tíð var ullin mjög verðmæt, en verzlunarkjör
misjöfn, því kaupmannavald var enn ríkjandi, þó Kaupfélag
Eyfirðinga væri þá reyndar risið á legg.
Meðal þeirra bænda, sem fýsti að ná betri viðskiptakjör-
um, voru hálfbræðurnir Gestur Jónsson á Keldulandi og
154