Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 157
Sýn yfir Oddeyri 1912. Pétur Pétursson var verzlunarstjóri Gránufélagsins
til 1912, en verzlun þess var í stóra búsinu viö Strandgötu, lengst t.h. á
myndinni, en þar er nú vélsmidjan Oddi. Pétur hóf síðan að verzla sjálfur
í Strandgötu 23, stóra húsinu með svölunum rétt t.v. við miðja mynd.
Ljósm.: Hallgrímur Einarsson Minjasafnið á Akureyri
Hjörleifur Jónsson á Gilsbakka, þá ungur maður. Talaðist
svo til, að þessir þrír yrðu samferða norður (spurði Hjörleif
ekki um ár). Að venju var lagt af stað árla morguns og farið
að Efra-Rauðalæk um kvöldið. Þar bjó þá Jón Guðmunds-
son móðurbróðir minn, og voru þeir pabbi alla stund miklir
vinir. Bar þar aldrei skugga á, enda var pabbi vinfastur, þar
sem hann tók því. Stóð svo á, að Jón var með sína ull til-
búna og slóst í för daginn eftir, en þá var haldið til Akureyrar.
Þegar víst var, að seint yrði komið í kaupstaðinn og
kaupmenn búnir að loka, var oft hafður sá háttur á, að einn
reið á undan til að kynna sér viðskiptakjör og semja. Þetta
hafði þann kost, að hægt var að leggja inn strax að morgni,
taka svo út og halda heimleiðis að kvöldi. Og nú varð að
ráði, að Jón á Rauðalæk færi á undan þessara erinda, en
hinir sæju um hans lest.
155