Skagfirðingabók - 01.01.1988, Side 159
EINAR í FLATATUNGU OG FRIÐFINNUR Á EGILSÁ
fallinn, rak hann hnefann af afli í aðra súluna og sagði ofsa-
vondur: „Ekki eitt einasta pund“ og bætti við, að það væri
ekki verra en búast hefði mátt við í þessu helvíti. „Og ég
skal stinga ykkur hérna niður um gatið, ef þið viljið það
heldur." Ekki gat Hjörleifur þess, að hann hefði haft fleiri
orð. En ekki efa ég, að hann hefði staðið við þetta vingjarn-
lega fyrirheit. En til þess kom ekki. Fát kom á vigtarmenn
og engin yfirvigt tekin. Þá rauk pabbi strax burt.
Næstur var Gestur með sína ull, og fór það á sömu leið.
Ullin var talin illa þurr og taka skyldi yfirvigt. Gestur sagði
ákveðið nei. Varð nokkurt þóf, og sagði Gestur lítið annað
en nei, nei og hélt sínum hlut. Síðastur var Hjörleifur. Þar
höfðu vigtarmenn sitt fram og tóku yfirvigt, enda Hjörleif-
ur ungur og óharðnaður og einn orðinn með vigtarmönn-
um. Fannst Hjörleifi félagarnir bregðast sér að staldra ekki
við og veita sér aðstoð. En hvað föður minn snerti, þá var
það venja hans að rjúka strax burt, eftir að hafa rutt úr sér
og fengið sitt mál fram. Bezt gæti ég trúað, að hann hefði
varla getað annað vegna skapofsans. Kannski hefur þessu
verið eins farið um Gest. En svona voru nú verzlunarhætt-
irnir í þá daga og sjálfsagt ekki ávallt dælt að eiga við karla,
sem ekki voru öðru vanir en harðræði frá blautu barnsbeini,
þar sem hnefarétturinn var oftast látinn ráða. Bændur, sem
voru loks lausir við skuldaklafann og baslið eftir ára- eða
áratuga baráttu, voru alls ekkert að knékrjúpa kaupmönn-
um, en gátu farið með sína vöru hvert sem þeim sýndist. Ég
man vel orð bónda, sem svona var ástatt um. Hann hlakkaði
beinlínis yfir að geta loks skammað kaupmanninn.
Einar í Tungu var ákaflega kvikur í hreyfingum og snar-
menni mikið og líklega vel að manni. Einar átti stóð, og í
því gekk ævinlega graðfoli, oft fullorðinn hestur og stund-
um taminn. Komið gat fyrir, að slíkir hestar gerðust óróir í
heimahögum á þeirri árstíð, þegar lífsvökvarnir taka að
streyma sem örast um líkama lífverunnar, leituðu þá á ný
157