Skagfirðingabók - 01.01.1988, Síða 160
SKAGFIRÐINGABÓK
mið til yndisauka og tilbreytni. Og á einu vori fór svo um
stóðhest Einars. Hins vegar töldu ekki allir bændur þörf að
sækja gleðskap fyrir merar sínar af bæ, og tóku slíkum kurt-
eisisheimsóknum því misjafnlega vel. Nú fór líka svo, að
hestur Einars var tekinn, lagt við hann bandbeizli og bóndi
framan af Kjálka hugðist leiða hann til hreppstjórans, sem
þá var Magnús Gíslason á Frostastöðum. Þótt ekki væru
menn þá sviptir eignarrétti, var sjálfsagt hægt að láta eig-
andann kaupa hestinn út eða sæta sektum. Bóndi var að
sjálfsögðu ríðandi og teymdi hestinn.
Svo hagaði til í þá daga, að vegurinn lá um bæjarhlað í
Flatatungu. Þegar gestinn bar að, var Einar úti staddur.
Ekki fór gestur af baki, en staldraði við hjá heimabónda og
hefur líklega talið viðeigandi að varpa kveðju á Einar, ekki
blíðlega. Þvílíku ávarpi tók Einar svo sem við mátti búast,
og sló þegar í harða rimmu með bændum. Ekki fara sögur
af orðaskiptum, en þegar svo hafði gengið um hríð, snarast
Einar eldsnöggt að hesti sínum, nær í bandbeizlið og kippir
út úr folanum. Kom þá í ljós, að klárinn hafði lítinn áhuga
að komast í dýrðina hjá hreppstjóranum, en hljóp sína leið
frelsinu feginn. Bóndi sat eftir með beizlið í höndum.
Ekki fara sögur af því, að Einar byði stéttarbróður sínum
til stofu upp á kaffi og meðlæti, en til þess var hann þó
næsta líklegur sökum drengskapar og sáttfýsi.
Einar bjó góðu búi í Flatatungu, síðari árin í sambýli og
með aðstoð Odds sonar síns og konu hans, Sigríðar Gunn-
arsdóttur. Hann var gæfumaður um flest, jafnan vel metinn
og lifði langa ævi, oftast við sæmilega heilsu, utan hvað
sjóndepra háði á efri árum. Einar lézt að heimili sínu í Flata-
tungu 7. desember 1950. Kona hans, Sesselja, andaðist einn-
ig í Flatatungu fimm árum áður.
Þau hjón eignuðust tvo sonu, Þorstein Arngrím, lengst
bónda í Tungukoti, og Odd bónda í Flatatungu. Báðir voru
þeir bræður hagmæltir og vel að sér á marga grein.
158